NBA á Sýn um helgina 29. apríl 2005 00:01 Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður. NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik. Chicago Bulls hafa unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu, en þriðji leikurinn á laugardagskvöldið verður háður í höfuðborginni og þar munu heimamenn eflaust láta finna fyrir sér eftir að hafa tapað báðum leikjunum í Chicago. Leikir þessara liða hafa verið mjög opnir og skemmtilegir og var t.a.m. fyrsti leikur liðanna sá skemmtilegasti sem sá sem þetta skrifar hefur séð í langan tíma. Á sunnudagskvöld er svo röðin komin að viðureign New Jersey Nets og Miami Heat, en þar er um að ræða fjórða leik liðanna og hefst bein útsending frá honum klukkan 19:30. Miami leiðir í einvígi þessara tveggja liða, 3-0, svo að heimamenn í Nets eru króaðir af út í horni og mega ekki tapa leiknum, ef þeir ætla ekki að fara í sumarfrí. Yfirburðir Miami í fyrstu leikjunum voru nokkuð miklir, en þess má geta að þriðja leik liðanna þurfti að tvíframlengja áður en úrslit fengust. Í báðum þessum liðum leika sannkallaðir töframenn sem unun er að horfa á. Hjá Nets eru fremstir í flokki þeir Vince Carter og Jason Kidd, sem hvor um sig er einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu. Carter er mikill háloftafugl og skotmaður, en Kidd er besti leikstjórnandi deildarinnar á síðustu árum og mjög fjölhæfur leikmaður. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Shaquille O´Neal hjá Miami, sem yljað hefur íslenskum áhorfendum um hjartaræturnar með tröllatroðslum sínum í mörg ár, en hann hefur nú við hlið sér ungstirnið Dwayne Wade, sem gerir nánast allt vel á vellinum og er einstakur leikmaður.
NBA Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira