Varð einum að bana og særði annan 16. maí 2005 00:01 Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Maður, sem grunaður er um að hafa banað einum og sært annan í Kópavogi í fyrrakvöld, hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar í Kópavogi. Hann hafði ekki játað á sig verknaðinn í gærkvöld. Lögregla segir málsatvik liggja að mestu leyti ljós fyrir. Hnífurinn sem ódæðismaðurinn notaði er fundinn. Að sögn vitna kom maðurinn óboðinn í íbúð að Hjallabrekku í Kópavogi í fyrrakvöld en þar var matarboð húsráðanda og fjölskyldu hans. Ódæðismaðurinn var ekki velkominn í veisluna og þegar hann var beðinn um að fara brást hann illur við. Hann dró upp hníf og lagði til þeirra sem reyndu að koma honum út. Átökunum lauk ekki fyrr en maðurinn hafði stungið einn gesta nokkrum hnífsstungum í brjóst sem leiddu hann til dauða. Annar gestur særðist á læri, en þau sár reyndust ekki alvarleg. Átökin voru hörð og bárust út á stigagang fjölbýlishússins. Veislugestir, og aðrir íbúar hússins, voru skelfdir af hræðslu og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir að dóttir þess látna hafi orðið vitni að dauða hans. Húsráðandinn var sleginn og gat ekki tjáð sig um atburði þegar eftir því var leitað. Ekki er vitað til þess að lögregla hafi boðið fólki áfallahjálp. Maðurinn sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald var handtekinn strax eftir árásina auk tveggja annarra sem voru fljótlega látnir lausir. Árásarmaðurinn er 33 ára gamall frá Víetnam. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisglæpa eða annarra brota. Sá látni er einnig ættaður frá Víetnam, hann var 29 ára gamall. Báðir hafa verið búsettir hér á landi í nokkurn tíma. Maðurinn sem særðist gekkst undir aðgerð sem gekk vel.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira