Músafjölskylda í Afgananum 19. maí 2005 00:01 "Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna." Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég eltist við tísku og hef alltaf gert, kannski af því að pabbi var svo sniðugur að kaupa föt á okkur Siggu systur í útlöndum. Hann var fatafrík og mamma áskrifandi að Vogue svo við höfðum alltaf flott föt fyrir augunum," segir Guðný. "Dags daglega er ég samt ferlega púkó en jafn gasalega smart þegar ég fer eitthvað. Hér í sveitinni er ég mest á klossum, gallabuxum og bol, svo fer maður í úlpu og setur húfu á hausinn og hettu þar utan yfir. Þetta er hið dæmigerða "mosfellska lúkk". En jú, jú, það er auðvitað alltaf ein og ein fín dama hér innan um." Þessa dagana heldur Guðný mest upp á peysur sem hún keypti sér hjá GR, sem er að hennar mati langflottasta búðin í bænum. "Þetta eru tvær peysur með rennilás, önnur rauð og hin svört. Svo má ég ekki gleyma skónum sem ég keypti hjá Hobbs í London í vor. Þeir eru með fylltum hæl og svona dj... smart og þægilegir, þannig að ég get þanist á þeim um allar jarðir. Af hverju er ekki Hobs-verslun á Íslandi? Það eru allar skóbúðir á Íslandi að selja sömu skóna." Á unglingsárunum átti Guðný ótal uppáhaldsflíkur og sumar á hún enn. "Þetta eru gamlar hippagærur og Afganinn, hann er æðislegur og ég tími ekki að henda honum þó heil músafjölskylda hafi hreiðrað um sig í honum úti í skúr." Guðný er að leita að stað fyrir upptökur á nýrri kvikmynd og var á Snæfellsnesinu um Hvítasunnuna. "Þetta verður eins konar spennumynd sem fjallar um grafalvarleg málefni. Hún á að gerast fyrir 30 árum og fjallar meðal annars um sifjaspell. Það er nokkuð sem grasserar í þjóðfélaginu og verður að uppræta og ég ætla að taka þátt í því átaki fyrir mitt leyti og dætra minna."
Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið