Trommari með Texas-hatt 19. maí 2005 00:01 "Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Þessa dagana held ég mest upp á tvær samstæðar flíkur sem ég nota mikið. Það er annars vegar brúnn flauelsjakki frá Batistini og hins vegar forláta hattur sem ég keypti í Austin í Texas og smellpassar við jakkann," segir Jón Geir aðspurður um sína uppáhaldsflík. Jón Geir vinnur í Dressmann í Kringlunni og kaupir mikið af sínum fötum þar. Jakkinn góði er þaðan en hatturinn fannst þegar Jón Geir var á tónleikaferðalagi í Texas. "Þetta er gamaldags herrahattur úr brúnu flaueli sem minnir einna helst á tískuna á fjórða og fimmta áratugnum. Ég ætlaði upprunalega að kaupa mér ekta kúrekahatt og hélt að það yrði auðvelt að finna einn slíkan í Austin. Borgin reyndist hins vegar vera minni kúrekabær en ég bjóst við og þótt undarlegt megi virðast fann ég engan kúrekahatt. En ég er mjög ánægður með hattinn sem ég keypti og nota hann mikið." Jón Geir spilar með hljómsveitinni Hraun, sem heldur tónleika í kvöld á Café Rósenberg. Þar verða leikin lög af tveimur plötum hljómsveitarinnar, "Partýplötunni Partý" sem kemur út í dag og "I can´t believe it´s not happiness" sem er væntanleg seinna í sumar. "Þetta eru frekar ólíkar plötur og við ætlum að leyfa fólki að heyra lög af þeim báðum," segir Jón Geir, sem lofar góðum tónleikum strax og útsendingu frá Evrópusöngvakeppninni lýkur í kvöld.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira