Segir forsendur leyfis brostnar 10. júní 2005 00:01 Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar verður Alcoa að kosta nýtt umhverfismat fyrir álverið í Reyðarfirði. Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi iðnaðarráðherra, höfðaði mál þar sem deilt var um lögmæti umhverfismats og veitingu starfsleyfis til álversins, en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti nýtt umhverfismat eftir að Norsk Hydro hætti við framkvæmdirnar og Alcoa tók við verkefninu. Umhverfisráðherra staðfesti síðan niðurstöðuna sem Hæstiréttur hefur nú ógilt. Hjörleifur segir dóm Hæstaréttar þýða að draga verði til baka allar leyfisveitingar sem byggi á hinu ólögmæta umhverfismati. Starfsleyfin byggist á því að gilt mat á umhverfisáhrifum sé til staðar en ekkert slíkt sé nú fyrir hendi. Engin réttarstaða sé fyrir því að halda framkvæmdunum áfram fyrr en búið sé að skera úr um réttaróvissuna. Að hans mati sé verið að vinna í lagalegu tómarúmi ef framkvæmdum verði haldið áfram í Reyðarfirði og hann trúi ekki að Alcoa hyggist haga sér þannig. Hjörleifur bendir á að samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar sé Alcoa nú í sömu sporum og það var haustið 2002 þegar fyrirtækið óskaði fyrst eftir mati á umhverfisáhrifum vegna álversins. Hann segir enn fremur dóm Hæstaréttar stórfelldan ávinning fyrir umhverfisvernd í landinu. Menn geti mikið af honum lært og sóknarfæri sé fyrir þá sem horfi til eðlilegra vinnubragða varðandi umhverfið og hagsmuni framtíðarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Forsendur fyrir starfsleyfi Alcoa eru brostnar segir Hjörleifur Guttormsson um þann dóm Hæstaréttar að ógilda umhverfismat vegna álvers í Reyðarfirði. Hjörleifur, sem höfðaði málið, segir umhverfisvernd vera sigurvegarann í málinu. Samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar verður Alcoa að kosta nýtt umhverfismat fyrir álverið í Reyðarfirði. Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi iðnaðarráðherra, höfðaði mál þar sem deilt var um lögmæti umhverfismats og veitingu starfsleyfis til álversins, en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti nýtt umhverfismat eftir að Norsk Hydro hætti við framkvæmdirnar og Alcoa tók við verkefninu. Umhverfisráðherra staðfesti síðan niðurstöðuna sem Hæstiréttur hefur nú ógilt. Hjörleifur segir dóm Hæstaréttar þýða að draga verði til baka allar leyfisveitingar sem byggi á hinu ólögmæta umhverfismati. Starfsleyfin byggist á því að gilt mat á umhverfisáhrifum sé til staðar en ekkert slíkt sé nú fyrir hendi. Engin réttarstaða sé fyrir því að halda framkvæmdunum áfram fyrr en búið sé að skera úr um réttaróvissuna. Að hans mati sé verið að vinna í lagalegu tómarúmi ef framkvæmdum verði haldið áfram í Reyðarfirði og hann trúi ekki að Alcoa hyggist haga sér þannig. Hjörleifur bendir á að samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar sé Alcoa nú í sömu sporum og það var haustið 2002 þegar fyrirtækið óskaði fyrst eftir mati á umhverfisáhrifum vegna álversins. Hann segir enn fremur dóm Hæstaréttar stórfelldan ávinning fyrir umhverfisvernd í landinu. Menn geti mikið af honum lært og sóknarfæri sé fyrir þá sem horfi til eðlilegra vinnubragða varðandi umhverfið og hagsmuni framtíðarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira