Fátæk ríki og skuldir þeirra 12. júní 2005 00:01 Víða er nú til umræðu hvernig bregðast skuli við þeim vanda sem skapast hefur vegna skulda fátækra ríkja. Í umræðunni um þennan vanda hefur ýmislegt skotið upp kollinum, ekki aðeins skuldir einstakra ríkja, heldur einnig afstaða vestrænna ríkja til þróunarlandanna, hjálparstarf og fjáröflunartónleikar, svo eitthvað sé nefnt. Nú um helgina hafa fjármálaráðherrar iðnveldanna átta setið á fundi í Lundúnum, þar sem eitt aðalmálið hefur verið skuldir fátækra ríkja í Afríku. Samkomulag tókst um að fella niður skuldir þeirra ríkja sem verst eru stödd, og að fjárhæðin sem um ræðir skiptir hundruðum milljarða íslenskra króna. Á leiðtogafundi Bush Bandaríkjaforseta og Blairs forsætisráðherra Breta í Washington á dögunum voru þessi skuldamál eitt af því sem rætt var um. Næsta skrefið var svo fundurinn nú um helgina, en lokaákvörðun í þessu máli verður líklega tekin á leiðtogafundi iðnveldanna átta, sem haldinn verður í Skotlandi í byrjun næsta mánaðar. Þeir fundir eru haldnir til skiptis í löndum iðnveldanna átta; Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Rússlandi. Þótt Blair og Bush hafi á yfirborðinu orðið sammála um að gefa eftir skuldir fátækra ríkja eiga leiðtogar annarra iðnvelda eftir að samþykkja það, og áherslur einstakra landa í þessu máli eru ekki allar eins. Þá er eftir að ganga frá því hvaða lönd verði í þeim hópi sem fá eftirgefnar skuldir. Jafnframt því sem ráðherrar og embættismenn frá iðnveldunum reyna að komast að samkomulagi um mál þetta undirbúa frjáls félagasamtök sínar tillögur í þessum efnum. Þau hafa bent á að aðeins 27 fátæk ríki munu njóta eftirgjafarinnar, en í rauninni séu þau miklu fleiri, eða allt að 62 ef allt er talið. Þeirra á meðal eru ríki eins og Nígería og Indónesía, sem samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum teljast ekki til fátækra ríka, en skulda aftur á móti gífurlegar fjárhæðir. Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, hefur blandað sér í umræðurnar um skuldir fátæku ríkjanna í framhaldi af ummælum Blairs og Bush um að niðurfelling skulda verði bundin við þau lönd þar sem ekki séu spilltir valdhafar. Tutu hefur bent á að Vesturlönd hafi ekki siðferðilega yfirburði yfir þróunarlöndin og vitnar í þeim efnum til stórkostlegra fjármálahneyksla hjá fyrirtækum eins og Enron og Parmalat sem hafa skekið allan hinn vestræna heim. Staðreyndin er sú að stórveldin hafa yfirleitt ekki stutt fátæk ríki nema eithvað komi á móti, aðgangur að hernaðarlega mikilvægum stöðum eða dýrmætum hráefnum. Oft hefur stuðningurinn líka verið í formi umframframleiðslu af vörum í viðkomandi löndum svo sem korni og matvælum, þannig að löndin sem hafa veitt aðstoð hafa jafnframt verið að leysa einhvern vanda heima fyrir. Frægir popptónlistarmenn hafa látið í sér heyra undanfarið vegna fyrirhugaðra tónleika á vegum Bob Geldof til hjálpar Afríku. Þeir hafa sagt að stjörnurnar sem koma þar fram ættu að borga fyrir það, því tónleikarnir séu ekki síður mikil auglýsing fyrir þær sjálfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Víða er nú til umræðu hvernig bregðast skuli við þeim vanda sem skapast hefur vegna skulda fátækra ríkja. Í umræðunni um þennan vanda hefur ýmislegt skotið upp kollinum, ekki aðeins skuldir einstakra ríkja, heldur einnig afstaða vestrænna ríkja til þróunarlandanna, hjálparstarf og fjáröflunartónleikar, svo eitthvað sé nefnt. Nú um helgina hafa fjármálaráðherrar iðnveldanna átta setið á fundi í Lundúnum, þar sem eitt aðalmálið hefur verið skuldir fátækra ríkja í Afríku. Samkomulag tókst um að fella niður skuldir þeirra ríkja sem verst eru stödd, og að fjárhæðin sem um ræðir skiptir hundruðum milljarða íslenskra króna. Á leiðtogafundi Bush Bandaríkjaforseta og Blairs forsætisráðherra Breta í Washington á dögunum voru þessi skuldamál eitt af því sem rætt var um. Næsta skrefið var svo fundurinn nú um helgina, en lokaákvörðun í þessu máli verður líklega tekin á leiðtogafundi iðnveldanna átta, sem haldinn verður í Skotlandi í byrjun næsta mánaðar. Þeir fundir eru haldnir til skiptis í löndum iðnveldanna átta; Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Rússlandi. Þótt Blair og Bush hafi á yfirborðinu orðið sammála um að gefa eftir skuldir fátækra ríkja eiga leiðtogar annarra iðnvelda eftir að samþykkja það, og áherslur einstakra landa í þessu máli eru ekki allar eins. Þá er eftir að ganga frá því hvaða lönd verði í þeim hópi sem fá eftirgefnar skuldir. Jafnframt því sem ráðherrar og embættismenn frá iðnveldunum reyna að komast að samkomulagi um mál þetta undirbúa frjáls félagasamtök sínar tillögur í þessum efnum. Þau hafa bent á að aðeins 27 fátæk ríki munu njóta eftirgjafarinnar, en í rauninni séu þau miklu fleiri, eða allt að 62 ef allt er talið. Þeirra á meðal eru ríki eins og Nígería og Indónesía, sem samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum teljast ekki til fátækra ríka, en skulda aftur á móti gífurlegar fjárhæðir. Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, hefur blandað sér í umræðurnar um skuldir fátæku ríkjanna í framhaldi af ummælum Blairs og Bush um að niðurfelling skulda verði bundin við þau lönd þar sem ekki séu spilltir valdhafar. Tutu hefur bent á að Vesturlönd hafi ekki siðferðilega yfirburði yfir þróunarlöndin og vitnar í þeim efnum til stórkostlegra fjármálahneyksla hjá fyrirtækum eins og Enron og Parmalat sem hafa skekið allan hinn vestræna heim. Staðreyndin er sú að stórveldin hafa yfirleitt ekki stutt fátæk ríki nema eithvað komi á móti, aðgangur að hernaðarlega mikilvægum stöðum eða dýrmætum hráefnum. Oft hefur stuðningurinn líka verið í formi umframframleiðslu af vörum í viðkomandi löndum svo sem korni og matvælum, þannig að löndin sem hafa veitt aðstoð hafa jafnframt verið að leysa einhvern vanda heima fyrir. Frægir popptónlistarmenn hafa látið í sér heyra undanfarið vegna fyrirhugaðra tónleika á vegum Bob Geldof til hjálpar Afríku. Þeir hafa sagt að stjörnurnar sem koma þar fram ættu að borga fyrir það, því tónleikarnir séu ekki síður mikil auglýsing fyrir þær sjálfar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun