69% samþykktu kjarasamninginn
Starfsmenn sveitarfélaga í Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, samþykktu kjarasamning við launanefnd sveitarfélaganna með miklum meirihluta. 62 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæði fóru þannig að 69 prósent þeirra samþykktu samninginn en 23 prósent vildu fella hann. Auðir og ógildir seðlar voru átta prósent.