Ekki Halldórs að leiðrétta? 14. júní 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira