Smábrauð: Bara vakna og byrja að baka 16. júní 2005 00:01 „Þegar maður á jarðarber og konfekttómata frá Flúðum þá þarf maður ekki mikið annað til að úr verði veisla,“ segir Svala sem er að enda við að taka af borðinu þegar Fréttablaðsfólk ónáðar hana. Var að fagna heimkominni dóttur og vinkonum hennar úr útskriftarferð til útlanda. Af því tilefni bakaði hún skinkuhorn, rúnstykki og snúða, hrærði egg og bar fram parmaskinku, niðurskorna ávexti og grænmeti af ýmsu tagi. „Þetta voru einar tólf sortir. Við erum oft með svona samtíning á sunnudögum um miðjan daginn. Þá reynir fjölskyldan að borða saman,“ segir Svala og fæst til að leyfa okkur að mynda leifarnar af veisluföngunum. En uppskriftum að brauðmetinu á hún erfitt með að deila. „Elskurnar mínar, ég nota aldrei uppskriftir. Ég bara vakna og byrja að baka! Svo á ég góða vinkonu sem heitir Kenwood og hún hjálpar mér.“ Svala kveðst ekki búin að afskrifa fituna úr matarræðinu. „Ég nota íslenskt smjör og rjóma í hófi í matargerð og bakstur. Set til dæmis smá rjómaslettu út í hrærðu eggin. Líka kryddjurtasalt og svartan pipar ber ég á borð með. Svo er truffleolían alveg ómissandi yfir þau í lokin.“ Svala notar sömu grunnuppskriftina í allar þrjár gerðirnar af smábrauðinu. Hún er einhvern veginn svona:6 dl mjólk og vatn til helminga1 tesk. salt5 tesk þurrger2 msk. hunang3 dl heilhveiti (ágiskun)9 dl hveiti (ágiskun)0.75 dl olía (rapsolía og ólífuolía)hnefafylli af sesamfræjum1 poki valhnetur muldar Vökvinn er velgdur, gerinu, saltinu og hunanginu bætt út í og látið standa smá stund. Þurrefnunum bætt í, valhnetunum og olíunni. Deigið hnoðað létt og það látið lyfta sér undir dúk í um það bil hálftíma. Þá er því skipt í þrennt. Mótaðar bollur úr einum hlutanum. Næsti hluti er flattur út í lengju, hún skorin í þríhyrninga sem smurðir eru með skinkumyrju eða beikonosti. Þeim er rúllað upp frá breiðari endanum. Síðasti hlutinn er flattur út, smurður með smjöri og kanelsykri stráð yfir. Búin til rúlla sem skorin er í sneiðar. Brauðið þarf að lyfta sér áður en það fer í ofninn. Rúnstykkin eru pensluð með vatni þegar þau eru hálfbökuð til að fá á þau skorpu. Brauð Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
„Þegar maður á jarðarber og konfekttómata frá Flúðum þá þarf maður ekki mikið annað til að úr verði veisla,“ segir Svala sem er að enda við að taka af borðinu þegar Fréttablaðsfólk ónáðar hana. Var að fagna heimkominni dóttur og vinkonum hennar úr útskriftarferð til útlanda. Af því tilefni bakaði hún skinkuhorn, rúnstykki og snúða, hrærði egg og bar fram parmaskinku, niðurskorna ávexti og grænmeti af ýmsu tagi. „Þetta voru einar tólf sortir. Við erum oft með svona samtíning á sunnudögum um miðjan daginn. Þá reynir fjölskyldan að borða saman,“ segir Svala og fæst til að leyfa okkur að mynda leifarnar af veisluföngunum. En uppskriftum að brauðmetinu á hún erfitt með að deila. „Elskurnar mínar, ég nota aldrei uppskriftir. Ég bara vakna og byrja að baka! Svo á ég góða vinkonu sem heitir Kenwood og hún hjálpar mér.“ Svala kveðst ekki búin að afskrifa fituna úr matarræðinu. „Ég nota íslenskt smjör og rjóma í hófi í matargerð og bakstur. Set til dæmis smá rjómaslettu út í hrærðu eggin. Líka kryddjurtasalt og svartan pipar ber ég á borð með. Svo er truffleolían alveg ómissandi yfir þau í lokin.“ Svala notar sömu grunnuppskriftina í allar þrjár gerðirnar af smábrauðinu. Hún er einhvern veginn svona:6 dl mjólk og vatn til helminga1 tesk. salt5 tesk þurrger2 msk. hunang3 dl heilhveiti (ágiskun)9 dl hveiti (ágiskun)0.75 dl olía (rapsolía og ólífuolía)hnefafylli af sesamfræjum1 poki valhnetur muldar Vökvinn er velgdur, gerinu, saltinu og hunanginu bætt út í og látið standa smá stund. Þurrefnunum bætt í, valhnetunum og olíunni. Deigið hnoðað létt og það látið lyfta sér undir dúk í um það bil hálftíma. Þá er því skipt í þrennt. Mótaðar bollur úr einum hlutanum. Næsti hluti er flattur út í lengju, hún skorin í þríhyrninga sem smurðir eru með skinkumyrju eða beikonosti. Þeim er rúllað upp frá breiðari endanum. Síðasti hlutinn er flattur út, smurður með smjöri og kanelsykri stráð yfir. Búin til rúlla sem skorin er í sneiðar. Brauðið þarf að lyfta sér áður en það fer í ofninn. Rúnstykkin eru pensluð með vatni þegar þau eru hálfbökuð til að fá á þau skorpu.
Brauð Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið