Ríkisendurskoðandi lauk rannsókn 16. júní 2005 00:01 Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ríkisendurskoðandi lauk nú undir kvöld endurskoðun sinni á hæfi forsætisráðherra varðandi sölu ríkisbankanna eftir að hafa fengið enn eitt atriðið til úrlausnar í dag. Nýjar upplýsingar, sem lagðar voru fram á fundi fjárlaganefndar Alþingis, bentu til að eignarhlutur Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu hans í fyrirtækjum, sem tengdust bankasölunni, væri stærri en gert var ráð fyrir í fyrri könnun Ríkisendurskoðanda. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi kom fyrir fjárlaganefnd í dag þar sem á dagskrá var minnisblað hans um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Stjórnarandstaðan hefur gert fjölmargar athugsasemdir við þá niðurstöðu Ríkisendurskoðanda að ástæðulaust væri að véfengja hæfi ráðherra. Meðal annars var svara vænst við því með hvaða rökum Ríkisendurskoðandi hafi dregið vanhæfismörk við um 26 prósenta hlut forsætisráðherra og fjölskyldu hans í Skinney-Þinganesi. Á fundinum lagði Helgi Hjörvar hins vegar fram gögn sem benda til þess að hlutur forsætisráðherra og venslamanna hans í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi sé stærri en Ríkisendurskoðandi gerir ráð fyrir í minnisblaði sínu. Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði að það sem fram hefði komið á fundinum og hefði vakið undrun væri að í ljós hefði komið að einn af stærri hluthöfum í Skinney-Þinganesi væri ekki talinn með inn í venslatengslum við forsætisráðherra en þar gæti verið um tengsl að ræða. Talið var að afkomendur Ásgríms Halldórssonar, föður forsætisráðherra, og hafi á tíma sölunnar átt um fjórðungshlut í fyrirtækinu Skinney-Þinganesi. Upplýsingarnar sem lagðar voru fram í dag gefa til kynna að sá hlutur sé nær þriðjungi og þá í gegnum fyrirtækið Ketillaug. Skinney Þinganes átti helmingshlut í Hesteyri. Hesteyri átti fjórðungshlut í Keri sem leiddi samningaviðræðurnar um Búnaðarbankann fyrir hönd S-hópsins. Ríkisendurskoðandi kannaði hvort um réttar upplýsingar væri að ræða og þá hvort niðurstaða minnisblaðsins um hæfi forsætisráðherra til að fjalla um sölu Búnaðarbankans stæðist. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi ólíklegt að þessar nýju upplýsingar breyttu niðurstöðunni. Stjórnarandstaðan beið átekta. Einar sagði í dag að yrði niðurstaðan einhver önnur en í fyrra minnisblaðinu yrði að sjálfsögðu haldinn aftur fundur í fjárlaganefnd. Ríkisendurskoðandi lauk athugun sinni undir kvöld og segir að þessar nýju upplýsingar breyti engu, Halldór Ásgrímsson hafi ekki verið vanhæfur til að fjalla um bankasöluna. Lögfræðingi félagsins Skinney-Þinganess hafði sést yfir hlut venslafólks Halldórs í öðru fyrirtæki sem átti um 18 prósent í Skinney-Þinganesi. Forsætisráðherra sjálfur átti þó ekkert í því.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira