2 daga fangelsi fyrir lakkrís 29. júní 2005 00:01 Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær. Talstöðin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí. En Þorgerður Erlendsdóttir héraðsdómari dæmdi Árna í gær til greiðslu 12 þúsund króna sektar í ríkissjóð ellegar sæta tveggja daga varðhaldi vegna þessa. Árni var á ferð með fjölskyldu sinni um norðurlönd en kom hingað til lands með Norrænu í lok nóvember á síðasta árs. Árni ók í land húsbíl fjölskyldunnar og rakleiðis í gegnum rautt hlið, merkt tollskyldur varningur, enda var húsbíll Árna nýinnfluttur og því tollskyldur samkvæmt skilningi laganna.Hliðið ekki nóg Árni varaði sig þó ekki á því að með því að aka í gegnum þetta hlið var ekki þar með sagt að hann hefði gefið tollvörðum nægilega til kynna að um tollskyldan varning væri að ræða í bílnum, þar sem á gólfi hans voru nokkrar pepsidósir auk sælgætis og skinku, enda litu tollverðir þannig á að þegar Árni hafi ekið bílnum inn í skemmu á tollsvæðinu á Seyðisfirði og bíllinn verið opnaður að þar með hefði hann gert tilraun til að koma inn til landsins meiru en þeim þremur kílóum af matvöru sem leyfilegt er án þess að greiða fyrir toll. Deilan fyrir dómi snerist því um það hvort Árni hefði verið spurður að því hvort hann væri með tollskyldan varning eða ekki og þá hvort hann hefði svarað því eða ekki. Sjálfur bendir Árni á að með því að aka í gegnum rauða hliðið hafi tollverðir geta sagt sér það sjálfir að hann væri með tollskyldan varning. Enda hafi meint góss hans ekki verið falið heldur legið á gólfi húsbílsins, sem eins og fram hefur komið var sjálfur tollskyldur.Mátti ekki greiða fyrir umframgott Árni bauðst til að greiða af umfram matvörunni, téðri skinku lakkrís og gosdósum, en það tóku tollverðir ekki í mál og sektuðu hann fyrir smygltilraunina og haldlögðu matvöruna. Árni undir ekki sektarboðinu enda var magn þeirra matvara þar ekki það sama og Árni afhenti tollvörðum og vigt að hans sögn út úr öllu korti, enda varan ekki vigtuð fyrr en eftir að sektarboðinu var synjað eins og kom fram í dómi héraðsdóms Austurlands sem dæmdi Árna eins og fyrr segir í til greiðslu tólf þúsund króna sektar eða fangelsis. Árni mun tæpast geta áfrýjað þessum dómi austfirðinga yfir honum enda þarf leyfi Hæstaréttar til. Árni íhugar nú að sitja af sér dóminn með tveggja daga fangelsi til að þess að sýna fram á fáranleika málsins, eins og hann orðaði það í Allt & Sumt á Talstöðinni í gær.
Talstöðin Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira