Þrefaldur munur á boði og áætlun 29. júní 2005 00:01 Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tilboð í lagningu ljósleiðara í hús á Akranesi og á Seltjarnarnesi gera ráð fyrir nálægt því þrefalt meiri kostnaði en ráð er fyrir gert í kostnaðaráætlun Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan hefur hafnað öllum tilboðunum. Leggja á ljósleiðara í um 650 hús á hvorum stað og gerði Orkuveitan ráð fyrir kostnaði upp á tæpar 100 þúsund krónur á Seltjarnarnesi og tæpum 70 þúsund krónum á Akranesi. Á Akranesi gerir lægsta boð ráð fyrir kostnaði upp á um 175 þúsund krónur fyrir hvert hús og á Seltjarnarnesi fyrir kostnaði upp á um 268 þúsund krónur. "Við eigum ekki von á því að verkin fari fram úr kostnaðaráætlunum og teljum að hjá bjóðendum sé einhver misskilningur á ferðinni," segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar og kvað útboð annað hvort verða endurtekin eða þá að Orkuveitan sæi sjálf um verkið. Hann teldur fyrirtækin ofmeta kostnað við skurðgröft. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir fulltrúa flokksins í stjórn fyrirtækisins alla tíð hafa mótmælt ljósleiðaraframkvæmdum Orkuveitunnar og þá sérstaklega með tilliti til kolrangrar áætlanagerðar. Hún óttast að á Reykvíkinga falli ómældur kostnaður vegna þess að Orkuveitan hafi þegar skuldbundið sig til að ljósleiðaravæða bæjarfélögin. "Svo felur þetta ekki einu sinni í sér allan kostnaðinn við að grafa ljósleiðarann," segir hún og bendir á að forstjóri Orkuveitunnar hafi áður sagt hverja tengingu kosta um 100 þúsund krónur. H ún segir hrópandi ósamræmi milli lýsinga Guðmundar og svo niðurstöðu útboðanna og telur allar áætlanir Orkuveitunnar varðandi tímaáætlanir, gjaldtöku og þátttöku íbúa kunna að vera í uppnámi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þó ekki að tímamörk raskist mikið í heildarverkinu þrátt fyrir að fyrstu tilboðum hafi verið hafnað, en stefnt er að því að ljúka ljósleiðaravæðingu á stórhöfuðborgarsvæðinu á næstu fjórum til fimm árum. "Það má alltaf reikna með að einhvern tíma taki að klára fyrstu áfangana, en svo getur líka verið að við seinkum framkvæmdum ef þær verða mjög dýrar."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira