Jón Gerald stefnir Jóni Ásgeiri 2. júlí 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger ætlar að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, fyrir að opinbera bréf sem hann sendi Ríkislögreglustjóra á fimmtudaginn. Þetta kom fram í Kastljósinu í gær þar sem Jón Gerald vísaði til samkomulags sem hann og Jón Ásgeir hefðu gert um að tjá sig ekki opinberlega um málið. Þetta samkomulag hafi verið staðfest fyrir dómi í Bandaríkjunum. Í bréfi Jóns Ásgeirs var farið ítarlega ofan í málið og því meðal annars haldið fram að rannsóknin öll byggði á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings sem bæri hefndarhug í brjósti. Með því að opinbera það segir Jón Gerald að Jón Ásgeir hafi þverbrotið samkomulagið og fyrir það ætli hann að stefna honum. Jón Gerald ásakaði líka Jónatan Þórmundsson lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir lagalega álitsgerð sem hann gerði að beiðni Baugs. Þegar fréttastofan leitaði eftir viðtali við Jónatan fyrir hádegisfréttir sagðist hann ætla að láta álitsgerð sína standa og myndi ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið, enda væri lögfræðiálitið tæmandi. Hann sagðist ekki vera talsmaður Baugs og þegar slíkar álitsgerðir væru unnar væri það ekki vaninn að höfundurinn tjáði sig frekar um þær. Spurður um ásakanir Jóns Geralds sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að svara þeim í engu; Jón Gerald mætti tjá sig eins og hann vildi, án þess að hann myndi bregðast við. Jóhannes Jónsson, sem er einn hinna ákærðu, er staddur í London og hann vildi heldur ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað nú rétt fyrir hádegi. Hann sagðist ekki hafa séð Kastljósið í gær og hann hefði aðeins heyrt ásakanir Jóns Geralds út undan sér, en hann myndi ekki svara þeim. Ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson í morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira