Hafði tilkynningaskyldu ytra 2. júlí 2005 00:01 Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Rekstrarhagnaður þýska bankans Hauck & Aufhäuser nam um 2,4 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt ársreikningi bankans. Söluhagnaður bankans af bréfunum í Búnaðarbanka árið 2004 var hins vegar um 1,85 milljarður króna sem bóka á sem hagnað samkvæmt reikningsskilavenjum bankans. Hagnaður bankans mun því að meira en tveimur þriðju hlutum byggður á fjárfestingu hans í Búnaðarbankanum. Þýski bankinn hefur ekki fengist til að staðfesta hvort sú fjárfesting hafi verið hans eigin eða eða hvort hann hafi keypt bréfin fyrir hönd annarra aðila eins og hann hefur verið ásakaður um. Alþekkt er að fjármálafyrirtæki hafi safnreikninga fyrir viðskiptavini sína. Þannig kemur bankinn fram sem hluthafi fyrir hönd viðskiptavinarins og er skráður hluthafi en ekki hinn raunverulegi eigandi. Slíkt telst fyllilega eðlilegt en engu síður hefur hinnraunverulegi eigandi upplýsingaskyldu gagnvart viðkomandi yfirvöldum, svo sem fjármálaeftirliti eða kauphöllum. Þýska bankanum bar skylda til að tilkynna þýska fjármálaeftirlitinu um kaup sín samkvæmt þýskum bankalögum, þar sem viðskipti með Búnaðarbankann áttu sér stað innan Evrópska Efnahagssvæðisins og eign Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum var meiri en 10 prósent. Þetta sagði starfsmaður þýska fjármálaeftirlitisins þegar Fréttablaðið leitaði eftir upplýsingum þar um tilkynningarskyldu bankans. Þýska fjármálaeftirlitið vill ekki gefa uppi hvort bankinn hafi gert slíkt enda tjái það sig ekki um mál einstakra banka. Eftirlitið staðfesti þó að þýski bankinn hafi ekki haft þessa upplýsingaskyldu ef hann hefði keypt hlutinn í annars nafni því þá hefði sá aðili verið tilkynningarskyldur. Forsvarsmenn Eglu hafa tjáð Fréttablaðinu að eignarhlutur þýska bankans í Búnaðarbanka hafi verið færður í veltureikning þýska bankans. Sá reikningur er skráður í ársreikningi 2003 að upphæð um 13 milljarða íslenskra króna. Kaup bankans í Búnaðarbankanum sama ár voru að fjárhæð 3,7 milljarðar króna. Samkvæmt því er rúmlega fjórðungur af veltureikningi bankans viðskipti með bréf í Búnaðarbanka.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira