Hvert dauðsfall er harmleikur 9. júlí 2005 00:01 Eftir því sem meira kemur í ljós um illvirkin sem unnin voru í Lundúnaborg á fimmtudagskvöldið á maður erfiðara með að skilja þau. Hvers vegna kýs nokkur maður að grípa til þess ráðs að skilja eftir tifandi tímasprengju í rútu eða lest fullri af saklausu fólki? Við þeirri spurningu er að líkindum ekki til neitt rökrétt svar. Sveinn Guðmarsson skrifar frá LondonEkki í okkar nafniÁ vissan hátt færa árásirnar í Lundúnum okkur nær veruleika sem fjöldi manns í fjarlægari löndum þarf að búa við daglega. Þannig er sagt frá því í dagblaðinu Guardian í dag að aldrei þessu vant hafi fólk í Bagdad hringt til Lundúna til að athuga um afdrif ættingja sinna. Greinin minnir okkur líka á að þrátt fyrir að kenna sig við tiltekin trúarbrögð þá fóru tilræðismennirnir ekki í manngreinarálit í árásum sínum, múslimar jafnt sem aðrir týndu lífi í lestunum og strætisvagninum á fimmtudaginn. Ein sprengingin varð í lest sem var á leiðinni frá Aldgate að Liverpool Street stöðinni og fórust sjö í því tilræði. Aldgate-hverfið telst seint til fínustu hverfa Lundúnaborgar en þar býr fólk sem hefur almennt lágar tekjur og litla menntun. Orð Ken Livingstone, borgarstjóra Lundúna, á fimmtudaginn um að árásinni hafi ekki verið beint að þeim sterku eiga því vel við hér. Í hverfinu er jafnframt fjölmennt múslimasamfélag, þar er stór moska og menningarmiðstöð, aðeins steinsnar frá neðanjarðarlestarstöðinni sem enn er lokuð. Ef öfgafullir múslimar voru að verki á fimmtudaginn hikuðu þeir greinilega ekki við að ráðast gegn hófsamari trúbræðrum sínum. Í gær voru í miðstöðinni samankomnir ungir múslimar víða af landinu til að ræða sambúð ólíkra trúarhópa, ráðstefna sem hafði verið ákveðin löngu fyrir tilræðin. Tveir unglingspiltar frá Manchester, Mohammed og Walled, standa reykjandi undir húsvegg og taka blaðamanni nokkuð vel þótt þungt sé í þeim hljóðið. "Þetta er villimennska sem á ekkert skylt við trúarbrögð," segir Mohammed um tilræðin. "Allir múslimar fordæma þau harðlega." Þrátt fyrir að sumir hafi spáð því að múslimar í Bretlandi verði fyrir aðkasti í kjölfar árásanna telja þeir félagar það frekar ólíklegt. "Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að þessar árásir voru framdar af brjálæðingum," segir Walled. Ástvinar leitaðFyrir utan Konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum aðeins lengra í burtu stendur hópur blaðamanna og bíður fregna. Lögregla tryggir að aðeins þeir sem eiga erindi á sjúkrahúsið komist inn en þangað voru margir slasaðir fluttir í kjölfar sprenginganna. Tvær konur eru í örvæntingarfullri leit að vinkonu sinni sem ekkert hefur spurst til síðan morguninn örlagaríka. Þær óttast að hún hafi verið í lestarvagninum sem sprakk nærri King's Cross stöðinni en þar er enn verið að reyna að ná líkum út. Aðstæður eru afar erfiðar. Piccadilly-línan liggur mjög djúpt ofan í jörðinni og sjálf lestargöngin eru níðþröng. Aðeins 15 sentímetrar skilja að þak lestarinnar og gangaloftið. "Ég bara vona að hún sé á lífi," segir Elena Law, móðir Connie Law sem hefur gengið á milli helstu sjúkrahúsa borgarinnar og leitað að bestu vinkonu sinni, Mihaelu Ottou. Mihaela er (eða var?) 47 ára gömul, ættuð frá Rúmeníu, fráskilin og vann á tannlæknastofu í Norður-Lundúnum. "Mamma hennar átti 78 ára afmæli um síðustu helgi og þá var hún svo glöð. Í gær grét hún hins vegar allan daginn," bætir Elena við grátklökk. "Þegar tannlæknirinn hringdi á fimmtudagsmorguninn að spyrjast fyrir um Mihaelu vissi ég strax að eitthvað hlyti að vera að. Síðan þá hef ég varla tekið mér hvíld heldur leitað og leitað án árangurs. En engar fréttir eru líka góðar fréttir, ég hef ekki gefið upp vonina," segir Connie. Þær mæðgur tala hins vegar um Mihaelu í þátíð eins og hún sé þegar dáin, von þeirra virðist í besta falli veik. Stundum hættir okkur til að líta á þá sem deyja eða slasast í slíkum árásum sem andlitslaus nöfn, jafnvel tölfræði. Að standa frammi fyrir þeim sem raunverulega syrgja færir manni hins vegar heim sanninn um að hvert einasta dauðsfall er mannlegur harmleikur. Á bak við andlitslausu nöfnin eru mæður, feður, systur, bræður, dætur, synir og vinir. Tilvera alls þessa fólks leggst í rúst þegar slíkt áfall dynur yfir - og það af manna völdum. Það er ekki síst þess vegna sem manni er ómögulegt að skilja þær hvatir sem búa að baki hryðjuverkum á borð við þau sem voru framin í Lundúnum í vikunni sem leið. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Eftir því sem meira kemur í ljós um illvirkin sem unnin voru í Lundúnaborg á fimmtudagskvöldið á maður erfiðara með að skilja þau. Hvers vegna kýs nokkur maður að grípa til þess ráðs að skilja eftir tifandi tímasprengju í rútu eða lest fullri af saklausu fólki? Við þeirri spurningu er að líkindum ekki til neitt rökrétt svar. Sveinn Guðmarsson skrifar frá LondonEkki í okkar nafniÁ vissan hátt færa árásirnar í Lundúnum okkur nær veruleika sem fjöldi manns í fjarlægari löndum þarf að búa við daglega. Þannig er sagt frá því í dagblaðinu Guardian í dag að aldrei þessu vant hafi fólk í Bagdad hringt til Lundúna til að athuga um afdrif ættingja sinna. Greinin minnir okkur líka á að þrátt fyrir að kenna sig við tiltekin trúarbrögð þá fóru tilræðismennirnir ekki í manngreinarálit í árásum sínum, múslimar jafnt sem aðrir týndu lífi í lestunum og strætisvagninum á fimmtudaginn. Ein sprengingin varð í lest sem var á leiðinni frá Aldgate að Liverpool Street stöðinni og fórust sjö í því tilræði. Aldgate-hverfið telst seint til fínustu hverfa Lundúnaborgar en þar býr fólk sem hefur almennt lágar tekjur og litla menntun. Orð Ken Livingstone, borgarstjóra Lundúna, á fimmtudaginn um að árásinni hafi ekki verið beint að þeim sterku eiga því vel við hér. Í hverfinu er jafnframt fjölmennt múslimasamfélag, þar er stór moska og menningarmiðstöð, aðeins steinsnar frá neðanjarðarlestarstöðinni sem enn er lokuð. Ef öfgafullir múslimar voru að verki á fimmtudaginn hikuðu þeir greinilega ekki við að ráðast gegn hófsamari trúbræðrum sínum. Í gær voru í miðstöðinni samankomnir ungir múslimar víða af landinu til að ræða sambúð ólíkra trúarhópa, ráðstefna sem hafði verið ákveðin löngu fyrir tilræðin. Tveir unglingspiltar frá Manchester, Mohammed og Walled, standa reykjandi undir húsvegg og taka blaðamanni nokkuð vel þótt þungt sé í þeim hljóðið. "Þetta er villimennska sem á ekkert skylt við trúarbrögð," segir Mohammed um tilræðin. "Allir múslimar fordæma þau harðlega." Þrátt fyrir að sumir hafi spáð því að múslimar í Bretlandi verði fyrir aðkasti í kjölfar árásanna telja þeir félagar það frekar ólíklegt. "Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að þessar árásir voru framdar af brjálæðingum," segir Walled. Ástvinar leitaðFyrir utan Konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum aðeins lengra í burtu stendur hópur blaðamanna og bíður fregna. Lögregla tryggir að aðeins þeir sem eiga erindi á sjúkrahúsið komist inn en þangað voru margir slasaðir fluttir í kjölfar sprenginganna. Tvær konur eru í örvæntingarfullri leit að vinkonu sinni sem ekkert hefur spurst til síðan morguninn örlagaríka. Þær óttast að hún hafi verið í lestarvagninum sem sprakk nærri King's Cross stöðinni en þar er enn verið að reyna að ná líkum út. Aðstæður eru afar erfiðar. Piccadilly-línan liggur mjög djúpt ofan í jörðinni og sjálf lestargöngin eru níðþröng. Aðeins 15 sentímetrar skilja að þak lestarinnar og gangaloftið. "Ég bara vona að hún sé á lífi," segir Elena Law, móðir Connie Law sem hefur gengið á milli helstu sjúkrahúsa borgarinnar og leitað að bestu vinkonu sinni, Mihaelu Ottou. Mihaela er (eða var?) 47 ára gömul, ættuð frá Rúmeníu, fráskilin og vann á tannlæknastofu í Norður-Lundúnum. "Mamma hennar átti 78 ára afmæli um síðustu helgi og þá var hún svo glöð. Í gær grét hún hins vegar allan daginn," bætir Elena við grátklökk. "Þegar tannlæknirinn hringdi á fimmtudagsmorguninn að spyrjast fyrir um Mihaelu vissi ég strax að eitthvað hlyti að vera að. Síðan þá hef ég varla tekið mér hvíld heldur leitað og leitað án árangurs. En engar fréttir eru líka góðar fréttir, ég hef ekki gefið upp vonina," segir Connie. Þær mæðgur tala hins vegar um Mihaelu í þátíð eins og hún sé þegar dáin, von þeirra virðist í besta falli veik. Stundum hættir okkur til að líta á þá sem deyja eða slasast í slíkum árásum sem andlitslaus nöfn, jafnvel tölfræði. Að standa frammi fyrir þeim sem raunverulega syrgja færir manni hins vegar heim sanninn um að hvert einasta dauðsfall er mannlegur harmleikur. Á bak við andlitslausu nöfnin eru mæður, feður, systur, bræður, dætur, synir og vinir. Tilvera alls þessa fólks leggst í rúst þegar slíkt áfall dynur yfir - og það af manna völdum. Það er ekki síst þess vegna sem manni er ómögulegt að skilja þær hvatir sem búa að baki hryðjuverkum á borð við þau sem voru framin í Lundúnum í vikunni sem leið.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira