Kristján tippar á KR og ÍBV 20. júlí 2005 00:01 Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt. "Það verður fullt af fólki á vellinum í Frostaskjólinu, gríðarleg stemning og mikil spenna. Þess vegna á ég von á mjög föstum og hörðum leik þar sem eitt ef ekki fleiri rautt spjald líta dagsins ljós," segir Kristján, sem að þessu sinni hallast frekar að naumum heimasigri. "Þetta verður ekkert 3-0 fyrir Val eins og í deildarleiknum á Hlíðarenda á dögunum. Þá pressuðu Valsmenn þá hátt og það kom KR-ingum á óvart og sló þá út af laginu. Nú kemur það þeim ekki á óvart," segir Kristján."Ég sá KR-inga gegn Fram á dögunum og maður sá hvað hafði verið í gangi hjá þeim á æfingum og fundum fyrir þann leik. Það var miklu meiri festa í leiknum og sjálfstraustið óx með hverri mínútu. Leikmennirnir hafa fengið meiri trú á því sem þeir eru að gera og ég spái þeim 2-1 sigri í kvöld. En þetta verður gríðarlega jafn og spennandi leikur." Kristján segir að það sé nánast ómögulegt verk að spá fyrir um leik Fram og ÍBV. "Ef marka má síðustu leiki þá er meiri uppgangur í Eyjaliðinu. Þeir voru að ná sér í sitt fyrsta útivallarstig í deildinni á meðan Framarar hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Ég held að þessi leikur fari í framlengingu og vítaspyrnukeppni," segir Kristján og hallast þar frekar að því að Eyjamenn hafi betur."Gunnar Sigurðsson í marki Fram hefur orð á sér að vera vítabani en ég held að þetta verði dagur Birkis Kristinssonar í marki ÍBV. Hann tekur tvö víti og verður hetjan." Íslenski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, telur að það verði KR og ÍBV sem komist í undanúrslit VISA-bikarsins með naumum sigrum í tveimur háspennuleikjum í kvöld. KR-ingar fá Valsara í heimsókn á meðan Fram tekur á móti Eyjamönnum í Laugardalnum og býst Kristján við tveimur leikjum þar sem spennustigið verður gríðarlegt. "Það verður fullt af fólki á vellinum í Frostaskjólinu, gríðarleg stemning og mikil spenna. Þess vegna á ég von á mjög föstum og hörðum leik þar sem eitt ef ekki fleiri rautt spjald líta dagsins ljós," segir Kristján, sem að þessu sinni hallast frekar að naumum heimasigri. "Þetta verður ekkert 3-0 fyrir Val eins og í deildarleiknum á Hlíðarenda á dögunum. Þá pressuðu Valsmenn þá hátt og það kom KR-ingum á óvart og sló þá út af laginu. Nú kemur það þeim ekki á óvart," segir Kristján."Ég sá KR-inga gegn Fram á dögunum og maður sá hvað hafði verið í gangi hjá þeim á æfingum og fundum fyrir þann leik. Það var miklu meiri festa í leiknum og sjálfstraustið óx með hverri mínútu. Leikmennirnir hafa fengið meiri trú á því sem þeir eru að gera og ég spái þeim 2-1 sigri í kvöld. En þetta verður gríðarlega jafn og spennandi leikur." Kristján segir að það sé nánast ómögulegt verk að spá fyrir um leik Fram og ÍBV. "Ef marka má síðustu leiki þá er meiri uppgangur í Eyjaliðinu. Þeir voru að ná sér í sitt fyrsta útivallarstig í deildinni á meðan Framarar hafa tapað fimm deildarleikjum í röð. Ég held að þessi leikur fari í framlengingu og vítaspyrnukeppni," segir Kristján og hallast þar frekar að því að Eyjamenn hafi betur."Gunnar Sigurðsson í marki Fram hefur orð á sér að vera vítabani en ég held að þetta verði dagur Birkis Kristinssonar í marki ÍBV. Hann tekur tvö víti og verður hetjan."
Íslenski boltinn Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira