Enn hefur aðeins verið staðfest að einn sé slasaður eftir „atvikin“, eins og það hefur verið nefnt, í London. Sá var staddur á Warren Street lestarstöðinni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Talsmenn Scotland Yard segja að málið sé enn sem komið er ekki talið stórmál. Sjúkrahús eru þó í viðbragðsstöðu.