Vísbendingar um hermikrákuárásir 13. október 2005 19:33 Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira