Það flókna og það einfalda 29. júlí 2005 00:01 Fáir vestan Úralfjalla hefðu séð svipmót með okkur Gunther. Við vorum tíðir gestir á bókasafni austur í heimi eitt misseri og alltaf var sama konan þar við afgreiðslu. Hending ein réði því hvort konan kallaði mig Gunther eða Jón. Við vorum ekki óáþekkir að vaxtarlagi, með líkt hár og báðir með gleraugu en að öðru leyti svipaði okkur ekki frekar saman en tveimur mönnum teknum með slembiúrtaki úr þjóðskrá. En eins og menn vita austur í heim þá eru allir Vesturlandabúar eins og einungis á færi kunnáttumanna um útlendinga að þekkja þá í sundur. Þessi vandræði okkar Gunthers hafa stundum rifjast upp þegar ég fylgist með umræðu um fjarlæga staði, öðru vísi fólk, lítt þekkta trú og framandi menningu. Fjöldamorðin í London og Írak kalla auðvitað á sterk viðbrögð, djúpa andúð og einfaldar skoðanir. Gallinn við einfaldar skoðanir á flóknum málum er hins vegar sá að þær gefa ekki góða mynd af veruleikanum. Stóra einkennið á umræðu á Íslandi er að hlutir eru ræddir í samhengisleysi og með tilviljanakenndum áherslum á aukaatriði og tæknileg málsatvik. Í umræðunni um hryðjuverkin í London og Miðausturlöndum er hins vegar öllu blandað saman og það oft af sömu ástæðu og kínverskum bókasafnsverði sýndist við Gunther vera tvífarar. Menn tala til að mynda um múslima eins og þar sé um að ræða hóp manna sem sé svona en ekki hinseginn og um Arabaheiminn eins og þar sé um að ræða eitt land með líku fólki. Þegar IRA sprengdi sem mest í London töluðu menn hins vegar ekki um kaþólska hryðjuverkamenn, né töluðu menn um kristna hryðjuverkamenn í Bosníu eða um dauðasveitir kristinna manna í Mið-Ameríku eða í Líbanon. Hryðjuverk og fjöldamorð kristinna manna í nafni kristinna samfélaga segja okkur auðvitað ekkert um kristna trú en menn láta hins vegar eins og fólk úr brengluðustu afkimum sértrúarsafnaða innan islam séu skýrar heimildir um trúarbrögð milljarðs manna. Í þessari súpu verður minnsti afkimi lýsandi fyrir ímyndaða heild. Margbrotin menning ólíkustu samfélaga verður að auðskilinni flatneskju og óraflókin átök fara að passa oní íslenskar skotgrafir. Súpan er hins vegar ekki sett í neitt í ytra samhengi. Menn segja að sjálfsmorðsárásir megi skýra með sérkennum islamskrar trúar. Hvað með Tamíla á Sri Lanka sem ganga í opinn dauðann og hafa blásýruhylki með sér til frekari tryggingar? Eða japönsku kamakazi flugmennina? Eða búddamunkana í Vietnam sem kveiktu í sér til að mótmæla bandarísku leppstjórninni þar í landi? Eða hvað um alla þessa ungu menn sem þúsundum saman hafa gengið í opinn dauðann í hefðbundnari stríðum á síðustu áratugum? Sumir segja að sú vel þekkta staðreynd að hryðjuverkamenn eru yfirleitt betur menntaðir en foreldrar þeirra og sjaldnast atvinnulausir hnekki þeirri kenningu að hryðjuverk eigi sér rætur í fátækt og vonleysi. Með sama hætti mætti segja að upprisa kommúnismans á sínum tíma hafi ekkert haft með fátækt og misrétti að gera úr því að Karl Marx hafði það fínt í London og leiðtogar kommúnistahreyfinga voru menntaðir millistéttamenn. Ein vitlausasta kenningin um hryðjuverk síðustu ára er þó líklega sú að þau séu vegna andúðar múslima á lýðræði Vesturlanda. Sú kenning er í rauninni spegilmynd af kenningum Osama bin Laden um stríð okkar Gunthers og annarra Vesturlandabúa gegn islam. Hún er byggð á sams konar einfeldni og samhengisleysi og leiðir því til slæmra viðbragða. Ef eitthvað er einfalt í þessu eru það tvær staðreyndir. Önnur er sú að alls staðar eru til öfgamenn sem eru skeytingarlausir um líf samborgara sinna. Hin er sú að slíkir menn fá yfirleitt ekki marga til fylgis við sig og eru því til lítilla vandræða. Aðstæður í Írak og víðar hafa hins vegar á síðustu árum verið sniðnar að þörfum slíkra manna og uppskera þeirra því ríkuleg. Tilraun til skilnings á þeim aðstæðum sem færa vondum mönnum fylgi til voðaverka er ekki stuðningur við þá eða samúð með málstað þeirra. Þvert á móti. Þetta er eina leiðin til að berjast gegn vonskunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Fáir vestan Úralfjalla hefðu séð svipmót með okkur Gunther. Við vorum tíðir gestir á bókasafni austur í heimi eitt misseri og alltaf var sama konan þar við afgreiðslu. Hending ein réði því hvort konan kallaði mig Gunther eða Jón. Við vorum ekki óáþekkir að vaxtarlagi, með líkt hár og báðir með gleraugu en að öðru leyti svipaði okkur ekki frekar saman en tveimur mönnum teknum með slembiúrtaki úr þjóðskrá. En eins og menn vita austur í heim þá eru allir Vesturlandabúar eins og einungis á færi kunnáttumanna um útlendinga að þekkja þá í sundur. Þessi vandræði okkar Gunthers hafa stundum rifjast upp þegar ég fylgist með umræðu um fjarlæga staði, öðru vísi fólk, lítt þekkta trú og framandi menningu. Fjöldamorðin í London og Írak kalla auðvitað á sterk viðbrögð, djúpa andúð og einfaldar skoðanir. Gallinn við einfaldar skoðanir á flóknum málum er hins vegar sá að þær gefa ekki góða mynd af veruleikanum. Stóra einkennið á umræðu á Íslandi er að hlutir eru ræddir í samhengisleysi og með tilviljanakenndum áherslum á aukaatriði og tæknileg málsatvik. Í umræðunni um hryðjuverkin í London og Miðausturlöndum er hins vegar öllu blandað saman og það oft af sömu ástæðu og kínverskum bókasafnsverði sýndist við Gunther vera tvífarar. Menn tala til að mynda um múslima eins og þar sé um að ræða hóp manna sem sé svona en ekki hinseginn og um Arabaheiminn eins og þar sé um að ræða eitt land með líku fólki. Þegar IRA sprengdi sem mest í London töluðu menn hins vegar ekki um kaþólska hryðjuverkamenn, né töluðu menn um kristna hryðjuverkamenn í Bosníu eða um dauðasveitir kristinna manna í Mið-Ameríku eða í Líbanon. Hryðjuverk og fjöldamorð kristinna manna í nafni kristinna samfélaga segja okkur auðvitað ekkert um kristna trú en menn láta hins vegar eins og fólk úr brengluðustu afkimum sértrúarsafnaða innan islam séu skýrar heimildir um trúarbrögð milljarðs manna. Í þessari súpu verður minnsti afkimi lýsandi fyrir ímyndaða heild. Margbrotin menning ólíkustu samfélaga verður að auðskilinni flatneskju og óraflókin átök fara að passa oní íslenskar skotgrafir. Súpan er hins vegar ekki sett í neitt í ytra samhengi. Menn segja að sjálfsmorðsárásir megi skýra með sérkennum islamskrar trúar. Hvað með Tamíla á Sri Lanka sem ganga í opinn dauðann og hafa blásýruhylki með sér til frekari tryggingar? Eða japönsku kamakazi flugmennina? Eða búddamunkana í Vietnam sem kveiktu í sér til að mótmæla bandarísku leppstjórninni þar í landi? Eða hvað um alla þessa ungu menn sem þúsundum saman hafa gengið í opinn dauðann í hefðbundnari stríðum á síðustu áratugum? Sumir segja að sú vel þekkta staðreynd að hryðjuverkamenn eru yfirleitt betur menntaðir en foreldrar þeirra og sjaldnast atvinnulausir hnekki þeirri kenningu að hryðjuverk eigi sér rætur í fátækt og vonleysi. Með sama hætti mætti segja að upprisa kommúnismans á sínum tíma hafi ekkert haft með fátækt og misrétti að gera úr því að Karl Marx hafði það fínt í London og leiðtogar kommúnistahreyfinga voru menntaðir millistéttamenn. Ein vitlausasta kenningin um hryðjuverk síðustu ára er þó líklega sú að þau séu vegna andúðar múslima á lýðræði Vesturlanda. Sú kenning er í rauninni spegilmynd af kenningum Osama bin Laden um stríð okkar Gunthers og annarra Vesturlandabúa gegn islam. Hún er byggð á sams konar einfeldni og samhengisleysi og leiðir því til slæmra viðbragða. Ef eitthvað er einfalt í þessu eru það tvær staðreyndir. Önnur er sú að alls staðar eru til öfgamenn sem eru skeytingarlausir um líf samborgara sinna. Hin er sú að slíkir menn fá yfirleitt ekki marga til fylgis við sig og eru því til lítilla vandræða. Aðstæður í Írak og víðar hafa hins vegar á síðustu árum verið sniðnar að þörfum slíkra manna og uppskera þeirra því ríkuleg. Tilraun til skilnings á þeim aðstæðum sem færa vondum mönnum fylgi til voðaverka er ekki stuðningur við þá eða samúð með málstað þeirra. Þvert á móti. Þetta er eina leiðin til að berjast gegn vonskunni.