Ég mun alltaf svara kallinu 17. ágúst 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær. Íslenski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagðist í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær mjög ánægður með sigurinn og að hann hefði svarað gagnrýnisröddum sem hefðu verið á stjá í allt sumar. „Það voru einhverjar vangaveltur um að ég hefði verið að gera mér upp meiðsli í leiknum gegn Króatíu ytra fyrr í sumar en ég sýndi það í þessum leik að ég mun alltaf svara kalli landsliðsins," sagði Eiður, sem tekinn var af velli í leik Chelsea og Wigan um síðustu helgi vegna meiðsla og var um tíma efast um að hann gæti tekið þátt í leiknum í gærkvöld. Eiður lék hins vegar allar 90 mínúturnar og gaf sig allan í leikinn. „Við höfðum þetta í hendi okkar allan tímann og þetta var sanngjarn sigur," sagði Eiður. Logi Ólafsson, annar landsliðsþjálfaranna, tók í sama streng og kvaðst mjög ánægður með framgöngu lærisveina sinna. „Leikurinn fór nánast eins og við höfðum lagt hann upp. Við ætluðum okkur að fara framar með liðið en við höfum verið að gera í síðustu leikjum og reyna að láta boltann ganga betur innan liðsins. Þetta voru þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn; að láta liðið spila sem eina heild og það tókst," sagði Logi en ítrekaði jafnframt að liðið myndi ekki ofmetnast þrátt fyrir öruggan sigur gegn liði sem er rúmlega helmingi ofar á styrkleikalista FIFA: „Þetta eru vissulega jákvæð úrslit fyrir okkur en við vitum að vítin eru til að varast. Við unnum góðan sigur á Ítölum á sama tíma í fyrra en misstum síðan niður um okkur buxurnar í næstu leikjum á eftir," bætti Logi við og greinilegt að hann ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda íslenska liðinu á jörðinni þrátt fyrir sannfærandi sigur í gær.
Íslenski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira