Borgin leigir útilistaverk 25. ágúst 2005 00:01 Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira