Jafnræðisflokkarnir 1. september 2005 00:01 Framsóknarflokki og Vinstri grænum þótti Samfylking helst til frek þegar hún vildi ekki að efstu sæti hugsanlegs framboðslista flokkanna þriggja skiptust jafnt á milli flokkanna. Nú hefur verið gerð mæling á stöðu flokkanna og ljóst er að mikill munur er á fylgi þeirra, svo mikill að himinn og haf er á milli. Sama mæling segir að Sjálfstæðisflokkur fengi fínan meirihluta í borgarstjórn. Enn sýnir sama könnun að ef Framsókn og Vinstri grænir hefðu kyngt þeirri staðreynd að Samfylkingin er langtum stærri en hinir flokkarnir tveir og gengið til samstarfs með það hugfast væri alls ekki útilokað að flokkarnir þrír héldu meirihluta í borginni, Vinstri grænir hefðu borgarfulltrúa og völd umfram fylgi og Framsókn langt umfram fylgi. Svo er allt annað mál hvort ekki sé farsællegast fyrir flokkana þrjá og fyrir Reykvíkinga að upp úr slitnaði. Sennilega er R-listinn kominn að endamörkum og hann best geymdur í minningunni. Hafin er hörð barátta innan flokka um leiðtogasætin, það er innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hjá hinum flokkunum er ekki um nein leiðtogasæti að ræða, þar verður kannski keppst um efstu sætin, en þeir sem þau skipa verða aldrei leiðtogar eins né neins, svo veik er staða flokkanna miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins. Svo er fyrir komið að Árni Þór Sigurðsson hefur ákveðið að sækjast eftir baráttusæti Vinstri grænna, það er að skipa annað sæti listans. Framsókn og Vinstri grænir geta samkvæmt því sem nú liggur fyrir vænst þess helst að komast í meirihluta með færri borgarfulltrúa og veikari stöðu en þeir hefðu haft á R-listanum. Eina spennan hjá minni flokkunum er barátta Alfreðs Þorsteinssonar við að halda fyrsta sæti síns flokks. Annað er ekki spennandi. Átök eru hafin innan stóru flokkanna. Á yfirborðinu segjast allir vera vinir. En um leið og ekki sést né heyrist sést allt önnur hlið og harðari. Eftir ekki langs tíma munu stíflurnar bresta og stóryrði og fullyrðingar flæða út. Það er mikið undir í baráttu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Stefáns Jóns Hafstein og í baráttu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Gísla Marteins Baldurssonar. Allt þetta fólk hefur sett markið á eitt mesta og besta pólitíska starf á Íslandi, allt vill það verða borgarstjóri í Reykjavík. Til þess að svo stór draumur rætist og verði að veruleika þarf að kosta miklu til, ekki bara peningum heldur ekki síður beita öðrum meðulum, sem munu verða gruggugri eftir því sem nær dregur. Svo mikið er undir. Sennilegast er best að flokkarnir bjóði allir fram hver í sínu nafni. Það þarf að stokka spilin og kjósendur eru best til þess fallnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Framsóknarflokki og Vinstri grænum þótti Samfylking helst til frek þegar hún vildi ekki að efstu sæti hugsanlegs framboðslista flokkanna þriggja skiptust jafnt á milli flokkanna. Nú hefur verið gerð mæling á stöðu flokkanna og ljóst er að mikill munur er á fylgi þeirra, svo mikill að himinn og haf er á milli. Sama mæling segir að Sjálfstæðisflokkur fengi fínan meirihluta í borgarstjórn. Enn sýnir sama könnun að ef Framsókn og Vinstri grænir hefðu kyngt þeirri staðreynd að Samfylkingin er langtum stærri en hinir flokkarnir tveir og gengið til samstarfs með það hugfast væri alls ekki útilokað að flokkarnir þrír héldu meirihluta í borginni, Vinstri grænir hefðu borgarfulltrúa og völd umfram fylgi og Framsókn langt umfram fylgi. Svo er allt annað mál hvort ekki sé farsællegast fyrir flokkana þrjá og fyrir Reykvíkinga að upp úr slitnaði. Sennilega er R-listinn kominn að endamörkum og hann best geymdur í minningunni. Hafin er hörð barátta innan flokka um leiðtogasætin, það er innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hjá hinum flokkunum er ekki um nein leiðtogasæti að ræða, þar verður kannski keppst um efstu sætin, en þeir sem þau skipa verða aldrei leiðtogar eins né neins, svo veik er staða flokkanna miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins. Svo er fyrir komið að Árni Þór Sigurðsson hefur ákveðið að sækjast eftir baráttusæti Vinstri grænna, það er að skipa annað sæti listans. Framsókn og Vinstri grænir geta samkvæmt því sem nú liggur fyrir vænst þess helst að komast í meirihluta með færri borgarfulltrúa og veikari stöðu en þeir hefðu haft á R-listanum. Eina spennan hjá minni flokkunum er barátta Alfreðs Þorsteinssonar við að halda fyrsta sæti síns flokks. Annað er ekki spennandi. Átök eru hafin innan stóru flokkanna. Á yfirborðinu segjast allir vera vinir. En um leið og ekki sést né heyrist sést allt önnur hlið og harðari. Eftir ekki langs tíma munu stíflurnar bresta og stóryrði og fullyrðingar flæða út. Það er mikið undir í baráttu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Stefáns Jóns Hafstein og í baráttu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Gísla Marteins Baldurssonar. Allt þetta fólk hefur sett markið á eitt mesta og besta pólitíska starf á Íslandi, allt vill það verða borgarstjóri í Reykjavík. Til þess að svo stór draumur rætist og verði að veruleika þarf að kosta miklu til, ekki bara peningum heldur ekki síður beita öðrum meðulum, sem munu verða gruggugri eftir því sem nær dregur. Svo mikið er undir. Sennilegast er best að flokkarnir bjóði allir fram hver í sínu nafni. Það þarf að stokka spilin og kjósendur eru best til þess fallnir.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun