Verðbólgan tekur stökk 13. september 2005 00:01 Vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í gær vakti marga af værum blundi, ekki aðeins þá sem stjórna landinu, fyrirtækjum og stofnunum, heldur kannski ekki síst þá einstaklinga sem skulda mikið og hafa tekið mikil lán að undanförnu í trausti þess að stöðugleikinn sé kominn til að vera hér á landi. Þetta fólk verður nú að endurskoða allar sínar áætlanir, því það getur ekki látið aukinn kostnað við húsnæði fara út í verðlagið með hærri verðskrám eða hærri álagningu, það verður að ráða fram úr þessum auknu útgjöldum sjálft miðað við tekjur sínar. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar mælist verðbólgan nú 4,8 prósent á tólf mánaða tímabili, en ef aðeins eru teknir síðustu þrír mánuðirnar er verðbólgan nú 7,6 prósent á ári og hefur ekki verið hærri í 40 mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabankans hljóða upp á fjögur prósent, svo ljóst er að verðbólgan er komin töluvert upp fyrir það. Þá er þess að geta að oft hefur október verið erfiður varðandi verðbólguna, en vera má að eitthvað af þeim liðum sem hækuðu mest nú í byrjun september hafi verið fyrr á ferðinni en áður. Greiningardeildir banka og fjármálastofnana höfðu gert verðbólguspá, sem var langt frá raunveruleikanum, og furðulegt að fjármálafyrirtækin séu ekki betur upplýst í þessum efnum en raun ber vitni, fyrst þau eru á annað borð að gefa út slíkar spár aðeins nokkrum dögum áður en Hagstofan kemur með hinar raunverulegu tölur. Það er eins og þetta sé stundum eins konar getraunaleikur hjá fjármálastofnunum og vinningurinn sé kannski utanlandsferð fyrir tvo fyrir þá sem komast næst raunveruleikanum. Væri ekki ráð að eyða tímanum í eitthvað annað en láta Hagstofuna um að koma með þessar upplýsingar mánaðarlega - réttar og sannar? Það sem kannski vekur mesta athygli við þróun vísitölunnar að þessu sinni er að þessa miklu hækkun er ekki að rekja til verðs á húsnæði eða hinnar miklu hækkunar á eldsneyti sem neytendur hafa orðið óþyrmilega varir við að undanförnu. Rætur hinnar miklu hækkunar í september er að finna í hækkun á verði á skófatnaði og fötum, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Talað er um að útsölur hafi verið fyrr á ferðinni í ár en áður og það skekki verðbólguspárnar svo um munar. Þessi mikla hækkun verðbólgunnar setur kjarasamninga í uppnám og það væri dapurlegt ef þeim yrði nú sagt upp og allt færi á fleygiferð í verðlagsmálum. Það er verkefni samtaka launafólks og atvinnuveitenda að finna farsæla lausn í þeim efnum. Verðbólgan nú er mun meiri en verðbólgumarkmið ríkisins og Seðlabanka hljóða upp á. Eina ráðið sem Seðlabankinn virðist hafa er að hækka vexti trekk í trekk og reyna þannig að hafa stjórn á hlutunum. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans smita hins vegar frá sér út í verðlagið og í kjölfar hækkunar stýrivaxta kemur yfirleitt almenn vaxtahækkun á markaði, sem gerir bæði fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands birti í gær vakti marga af værum blundi, ekki aðeins þá sem stjórna landinu, fyrirtækjum og stofnunum, heldur kannski ekki síst þá einstaklinga sem skulda mikið og hafa tekið mikil lán að undanförnu í trausti þess að stöðugleikinn sé kominn til að vera hér á landi. Þetta fólk verður nú að endurskoða allar sínar áætlanir, því það getur ekki látið aukinn kostnað við húsnæði fara út í verðlagið með hærri verðskrám eða hærri álagningu, það verður að ráða fram úr þessum auknu útgjöldum sjálft miðað við tekjur sínar. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar mælist verðbólgan nú 4,8 prósent á tólf mánaða tímabili, en ef aðeins eru teknir síðustu þrír mánuðirnar er verðbólgan nú 7,6 prósent á ári og hefur ekki verið hærri í 40 mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabankans hljóða upp á fjögur prósent, svo ljóst er að verðbólgan er komin töluvert upp fyrir það. Þá er þess að geta að oft hefur október verið erfiður varðandi verðbólguna, en vera má að eitthvað af þeim liðum sem hækuðu mest nú í byrjun september hafi verið fyrr á ferðinni en áður. Greiningardeildir banka og fjármálastofnana höfðu gert verðbólguspá, sem var langt frá raunveruleikanum, og furðulegt að fjármálafyrirtækin séu ekki betur upplýst í þessum efnum en raun ber vitni, fyrst þau eru á annað borð að gefa út slíkar spár aðeins nokkrum dögum áður en Hagstofan kemur með hinar raunverulegu tölur. Það er eins og þetta sé stundum eins konar getraunaleikur hjá fjármálastofnunum og vinningurinn sé kannski utanlandsferð fyrir tvo fyrir þá sem komast næst raunveruleikanum. Væri ekki ráð að eyða tímanum í eitthvað annað en láta Hagstofuna um að koma með þessar upplýsingar mánaðarlega - réttar og sannar? Það sem kannski vekur mesta athygli við þróun vísitölunnar að þessu sinni er að þessa miklu hækkun er ekki að rekja til verðs á húsnæði eða hinnar miklu hækkunar á eldsneyti sem neytendur hafa orðið óþyrmilega varir við að undanförnu. Rætur hinnar miklu hækkunar í september er að finna í hækkun á verði á skófatnaði og fötum, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Talað er um að útsölur hafi verið fyrr á ferðinni í ár en áður og það skekki verðbólguspárnar svo um munar. Þessi mikla hækkun verðbólgunnar setur kjarasamninga í uppnám og það væri dapurlegt ef þeim yrði nú sagt upp og allt færi á fleygiferð í verðlagsmálum. Það er verkefni samtaka launafólks og atvinnuveitenda að finna farsæla lausn í þeim efnum. Verðbólgan nú er mun meiri en verðbólgumarkmið ríkisins og Seðlabanka hljóða upp á. Eina ráðið sem Seðlabankinn virðist hafa er að hækka vexti trekk í trekk og reyna þannig að hafa stjórn á hlutunum. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans smita hins vegar frá sér út í verðlagið og í kjölfar hækkunar stýrivaxta kemur yfirleitt almenn vaxtahækkun á markaði, sem gerir bæði fyrirtækjum og einstaklingum erfitt fyrir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun