Nú reynir á Stoltenberg 14. september 2005 00:01 Kosningar til Stórþingsins í Noregi eru að baki og úrslit þeirra eru afgerandi - rauðgrænu flokkarnir svokölluðu hafa hreinan meirihluta á Stórþinginu - en nauman þó. Nú taka við raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður þeirra þriggja flokka sem mynda rauðgræna bandalagið. Þessir þrír flokkar hafa ólíka afstöðu til ýmissa mála, einkum þó varðandi hugsanlega aðild Norðmanna að Evrópusambandinu og ýmissa innanlandsmála svo sem orku- og olíumála. Jens Stoltenberg er Evrópusinni og sagði fyrir kosningar að hann vildi undirbúa aðildarviðræður Norðmanna að Evrópusambandinu, næði hann völdum. Það er hins vegar ekki víst að samstarfsflokkur hans, Sósíalíski vinstri flokkurinn, hafi áhuga á því að ný ríkisstjórn í Noregi hafi það á stefnuskrá sinni. Stoltenberg getur verið ánægður með árangur flokks síns í kosningunum, hann hefur unnið mikið á og ekki síst í höfuðborginni Ósló, þar sem Verkamannaflokkurinn er nú orðinn stærsti flokkurinn með um þriðjung atkvæða. Ósló hefur fram að þessu verið eitt höfuðvígi Hægri flokksins, en fylgi hans þar er nú um 20 prósent. Þótt Jens Stoltenberg og flokkur hans hafi unnið góðan kosningasigur er mikið verk framundan fyrir hann við myndun nýrrar stjórnar. Reyna mun verulega á hann við að samræma sjónarmið flokkanna þriggja við gerð stefnuskrár fyrir hina nýju stjórn sem á að taka við í næsta mánuði. Fyrir kosningar óttuðust margir að smáflokkar í Noregi kæmust í lykilaðstöðu eftir kosningar og að borgaraflokkarnir eða rauðgrænir yrðu að treysta á stuðning þeirra við stjórnarmyndun, en eins og málin horfa nú við virðist ekki ætla að koma til þess. Það verður nýtt fyrir Verkamannaflokkinn í Noregi að mynda stjórn með öðrum flokkum - það hefur ekki gerst fyrr. Það verða líka umskipti fyrir flokkinn að mynda meirihlutastjórn, því oft á undanförnum áratugum hefur flokkurinn verið í forsvari fyrir minnihlutastjórnum. Það er ekki aðeins að fylgi Verkamannaflokksins hafi aukist í Stórþingskosningunum á mánudag, heldur fékk Framfaraflokurinn sína bestu kosningu fram til þessa. Hann er sagður hafa fengið mörg atkvæði óánægðra kjósenda, hvað svo sem er hæft í því . Það verður athyglisvert fyrir okkur íslendinga að fylgjast með hver verður niðurstaðan varðandi Evrópusambandið og þá ekki síður hver hreppir stöðu sjávarútvegsráðherra. Það getur verið töluvert undir honum komið og hvaðan hann kemur hvernig samskipti Íslendinga og Norðmanna verða á sviði sjávarútvegsmála á næstunni. Nú ber svo við að nýir sjávarútvegsráðherrar taka við völdum í báðum löndunum á næstu vikum. Við eigum töluvert undir því að samvinna landanna á þessu sviði takist vel, ekki síst hvað varðar síldveiðar íslenska og norska flotans. Sjávarútvegurinn skiptir okkur raunar mun meira máli en Norðmenn og þess vegna munu margir hér fylgjast náið með því hver hreppir stól sjávarútvegsráðherrans í nýrri stjórn Jens Stoltenberg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Kosningar til Stórþingsins í Noregi eru að baki og úrslit þeirra eru afgerandi - rauðgrænu flokkarnir svokölluðu hafa hreinan meirihluta á Stórþinginu - en nauman þó. Nú taka við raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður þeirra þriggja flokka sem mynda rauðgræna bandalagið. Þessir þrír flokkar hafa ólíka afstöðu til ýmissa mála, einkum þó varðandi hugsanlega aðild Norðmanna að Evrópusambandinu og ýmissa innanlandsmála svo sem orku- og olíumála. Jens Stoltenberg er Evrópusinni og sagði fyrir kosningar að hann vildi undirbúa aðildarviðræður Norðmanna að Evrópusambandinu, næði hann völdum. Það er hins vegar ekki víst að samstarfsflokkur hans, Sósíalíski vinstri flokkurinn, hafi áhuga á því að ný ríkisstjórn í Noregi hafi það á stefnuskrá sinni. Stoltenberg getur verið ánægður með árangur flokks síns í kosningunum, hann hefur unnið mikið á og ekki síst í höfuðborginni Ósló, þar sem Verkamannaflokkurinn er nú orðinn stærsti flokkurinn með um þriðjung atkvæða. Ósló hefur fram að þessu verið eitt höfuðvígi Hægri flokksins, en fylgi hans þar er nú um 20 prósent. Þótt Jens Stoltenberg og flokkur hans hafi unnið góðan kosningasigur er mikið verk framundan fyrir hann við myndun nýrrar stjórnar. Reyna mun verulega á hann við að samræma sjónarmið flokkanna þriggja við gerð stefnuskrár fyrir hina nýju stjórn sem á að taka við í næsta mánuði. Fyrir kosningar óttuðust margir að smáflokkar í Noregi kæmust í lykilaðstöðu eftir kosningar og að borgaraflokkarnir eða rauðgrænir yrðu að treysta á stuðning þeirra við stjórnarmyndun, en eins og málin horfa nú við virðist ekki ætla að koma til þess. Það verður nýtt fyrir Verkamannaflokkinn í Noregi að mynda stjórn með öðrum flokkum - það hefur ekki gerst fyrr. Það verða líka umskipti fyrir flokkinn að mynda meirihlutastjórn, því oft á undanförnum áratugum hefur flokkurinn verið í forsvari fyrir minnihlutastjórnum. Það er ekki aðeins að fylgi Verkamannaflokksins hafi aukist í Stórþingskosningunum á mánudag, heldur fékk Framfaraflokurinn sína bestu kosningu fram til þessa. Hann er sagður hafa fengið mörg atkvæði óánægðra kjósenda, hvað svo sem er hæft í því . Það verður athyglisvert fyrir okkur íslendinga að fylgjast með hver verður niðurstaðan varðandi Evrópusambandið og þá ekki síður hver hreppir stöðu sjávarútvegsráðherra. Það getur verið töluvert undir honum komið og hvaðan hann kemur hvernig samskipti Íslendinga og Norðmanna verða á sviði sjávarútvegsmála á næstunni. Nú ber svo við að nýir sjávarútvegsráðherrar taka við völdum í báðum löndunum á næstu vikum. Við eigum töluvert undir því að samvinna landanna á þessu sviði takist vel, ekki síst hvað varðar síldveiðar íslenska og norska flotans. Sjávarútvegurinn skiptir okkur raunar mun meira máli en Norðmenn og þess vegna munu margir hér fylgjast náið með því hver hreppir stól sjávarútvegsráðherrans í nýrri stjórn Jens Stoltenberg.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun