Valgerður þingaði með Jónínu Ben. 29. september 2005 00:01 Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Fundur Valgerðar og Jónínu var 4. janúar 2002 en Hreinn og Davíð funduðu 26. janúar sama ár. Hreinn hefur haldið því fram að á þeim fundi hafi Davíð Oddsson nafngreint Jón "Gerhard" og fyrirtækið Nordica sem ætti í vafasömum viðskiptum við Baug. Davíð hefur æ síðan neitað því að hafa haft vitneskju um Jón Gerald á þessum tíma. Strax eftir heimkomuna frá London lýsti Hreinn því fyrir stjórnarmönnum í Baugi að á fundi sínum með Davíð í London hefði forsætisráðherra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnarmanni fyrirtækisins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrirtækið Nordica og forráðamann þess Jón "Gerhard". Þegar fjölmiðlar skýrðu fyrst frá fundi Hreins og Davíðs, rúmu ári eftir fundinn, sagðist Davíð ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sullenberger fyrr en í tengslum við lögreglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að lögregla eða yfirvöld samkeppnismála eða skattamála myndu eitthvað aðhafast gagnvart fyrirtækinu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórnarmenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og formanni fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, að "valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur" vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Aðspurð sagðist Valgerður Sverrisdóttir ekki hafa skýrt Davíð Oddssyni frá fundi sínum og Jónínu. Hún staðfesti að hafa átt þennan fund með Jónínu en sagðist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira