Húmor ekki afsal alvöru 30. september 2005 00:00 Þegar Davíð Oddsson hætti afskiptum af stjórnmálum 27. september, voru mikil tímamót. Hann hafði háð marga orrustuna og jafnan fengið sigur. Enn er ekki tímabært að spyrja að leikslokum um hina eina orrustu Davíðs, þar sem fullur sigur hlaust ekki, fjölmiðlafrumvarpsmálið, enda hafa harðir andstæðingar hans í því máli eins og Egill Helgason og Sigurður G. Guðjónsson lýst því síðar yfir, að rás viðburða hafi sýnt þeim fram á nauðsyn fjölmiðlalaga á litlum markaði eins og hinum íslenska. Með Davíð Oddssyni er ekki aðeins horfinn af sviði sigursæll stjórnmálamaður, heldur líka skemmtilegur. Jónas Kristjánsson ritstjóri lýsti því svo, að menn vissu alltaf í fjölmennum veislum, hvar Davíð var, því að þar var stærsti hópurinn. Allir vita, að Davíð kann ótal sögur af sjálfum sér og öðrum, segir þær vel og bregður sér þá iðulega í hlutverk eftirhermunnar. Davíð er líka kunnur fyrir fyndin tilsvör. En í þeim er oft alvara um leið. "Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru," sagði Tómas skáld Guðmundsson eitt sinn. Í opinberri heimsókn til Íslands árið 2000 skrapp Margrét Danadrottning til Ísafjarðar, og af því tilefni gaf Ólafur Ragnar Grímsson forseti henni ljósmynd af föður sínum, Grími rakara Kristgeirssyni, á Ísafirði 1956 í heimsókn foreldra hennar, Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar. Skömmu síðar sótti Davíð fund sjálfstæðismanna á Selfossi. Að ræðu hans lokinni spurði fundarmaður, hvað forsætisráðherra segði um það, að forseti Íslands hefði gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af föður sínum. Davíð kvaðst engar athugasemdir gera við það. Fundarmaðurinn sætti sig ekki við þetta svar, kvaddi sér hljóðs í lok fundar og spurði: "Skil ég það rétt, að forsætisráðherra geri engar athugasemdir við það, að forseti Íslands skuli hafa gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara?" Davíð svaraði góðlátlega: "Já, það er alveg rétt skilið, ég geri enga athugasemd við það, enda veit ég ekki til þess, að Margrét Danadrottning hafi átt neina ljósmynd af Grími rakara!" Ári áður, í ársbyrjun 1999, var Davíð boðið að vera aðalræðumaður á þorrablóti Íslendinga í Lundúnum. Honum var ekki sagt, að Össur Skarphéðinsson ætti að vera fundarstjóri, en þótt Össur sé ósjaldan hress í bragði, fylgir hann ekki alltaf kurteisisreglum. Þegar samkoman hófst, kynnti Össur Davíð með nokkrum kersknisorðum. Gestum mislíkaði mörgum, og varð kurr í salnum. Hann hljóðnaði þó, þegar Davíð steig í ræðustól og hóf ræðu sína svo: "Þið þurfið ekkert að taka nærri ykkur, hvernig hann Össur talar um mig. Hann talar aðeins svona um menn, sem eru fyrir framan hann í stafrófinu!" Mörgum árum áður, 1982, var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kjörin í borgarstjórn fyrir Kvennaframboðið. Þá var enn kalt stríð í heiminum, og töldu sumir, að í baráttunni við Kremlverja væri best að henda frá sér öllum vopnum. Í samræmi við það báru fulltrúar Kvennaframboðsins fram tillögu um, að öll Reykjavík yrði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Davíð Oddsson, sem þá var borgarstjóri, tók tillögunni vel, en sagði, að Reykvíkingar ættu að læra af reynslunni. Hann myndi styðja það, að Árbæjarhverfi yrði fyrst lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, og ef það gæfist vel, þá Reykjavík öll. Skömmu eftir að Davíð Oddsson settist í borgarstjórn Reykjavíkur 1974, gerði hann á fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna athugasemd við það, að knattspyrnukappinn snjalli, Albert Guðmundsson borgarfulltrúi, safnaði fé til Sjálfstæðishússins í sömu fyrirtækjum og hann beitti sér síðan fyrir, að fengju lóðir eða sérstakar ívilnanir í skipulagsmálum. Albert reiddist og sagðist ekki hlusta á talið í þessari stuttbuxnadeild flokksins. Davíð lét sér þá hvergi bregða, heldur sagði með undrunartón í röddinni: "Mér kemur mjög á óvart, að maður skuli tala óvirðulega um stuttbuxur, sem hafði atvinnu af að hlaupa um á þeim áratugum saman." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þegar Davíð Oddsson hætti afskiptum af stjórnmálum 27. september, voru mikil tímamót. Hann hafði háð marga orrustuna og jafnan fengið sigur. Enn er ekki tímabært að spyrja að leikslokum um hina eina orrustu Davíðs, þar sem fullur sigur hlaust ekki, fjölmiðlafrumvarpsmálið, enda hafa harðir andstæðingar hans í því máli eins og Egill Helgason og Sigurður G. Guðjónsson lýst því síðar yfir, að rás viðburða hafi sýnt þeim fram á nauðsyn fjölmiðlalaga á litlum markaði eins og hinum íslenska. Með Davíð Oddssyni er ekki aðeins horfinn af sviði sigursæll stjórnmálamaður, heldur líka skemmtilegur. Jónas Kristjánsson ritstjóri lýsti því svo, að menn vissu alltaf í fjölmennum veislum, hvar Davíð var, því að þar var stærsti hópurinn. Allir vita, að Davíð kann ótal sögur af sjálfum sér og öðrum, segir þær vel og bregður sér þá iðulega í hlutverk eftirhermunnar. Davíð er líka kunnur fyrir fyndin tilsvör. En í þeim er oft alvara um leið. "Húmor táknar ekki afsal neinnar alvöru," sagði Tómas skáld Guðmundsson eitt sinn. Í opinberri heimsókn til Íslands árið 2000 skrapp Margrét Danadrottning til Ísafjarðar, og af því tilefni gaf Ólafur Ragnar Grímsson forseti henni ljósmynd af föður sínum, Grími rakara Kristgeirssyni, á Ísafirði 1956 í heimsókn foreldra hennar, Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar. Skömmu síðar sótti Davíð fund sjálfstæðismanna á Selfossi. Að ræðu hans lokinni spurði fundarmaður, hvað forsætisráðherra segði um það, að forseti Íslands hefði gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af föður sínum. Davíð kvaðst engar athugasemdir gera við það. Fundarmaðurinn sætti sig ekki við þetta svar, kvaddi sér hljóðs í lok fundar og spurði: "Skil ég það rétt, að forsætisráðherra geri engar athugasemdir við það, að forseti Íslands skuli hafa gefið Margréti Danadrottningu ljósmynd af Grími rakara?" Davíð svaraði góðlátlega: "Já, það er alveg rétt skilið, ég geri enga athugasemd við það, enda veit ég ekki til þess, að Margrét Danadrottning hafi átt neina ljósmynd af Grími rakara!" Ári áður, í ársbyrjun 1999, var Davíð boðið að vera aðalræðumaður á þorrablóti Íslendinga í Lundúnum. Honum var ekki sagt, að Össur Skarphéðinsson ætti að vera fundarstjóri, en þótt Össur sé ósjaldan hress í bragði, fylgir hann ekki alltaf kurteisisreglum. Þegar samkoman hófst, kynnti Össur Davíð með nokkrum kersknisorðum. Gestum mislíkaði mörgum, og varð kurr í salnum. Hann hljóðnaði þó, þegar Davíð steig í ræðustól og hóf ræðu sína svo: "Þið þurfið ekkert að taka nærri ykkur, hvernig hann Össur talar um mig. Hann talar aðeins svona um menn, sem eru fyrir framan hann í stafrófinu!" Mörgum árum áður, 1982, var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kjörin í borgarstjórn fyrir Kvennaframboðið. Þá var enn kalt stríð í heiminum, og töldu sumir, að í baráttunni við Kremlverja væri best að henda frá sér öllum vopnum. Í samræmi við það báru fulltrúar Kvennaframboðsins fram tillögu um, að öll Reykjavík yrði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Davíð Oddsson, sem þá var borgarstjóri, tók tillögunni vel, en sagði, að Reykvíkingar ættu að læra af reynslunni. Hann myndi styðja það, að Árbæjarhverfi yrði fyrst lýst kjarnorkuvopnalaust svæði, og ef það gæfist vel, þá Reykjavík öll. Skömmu eftir að Davíð Oddsson settist í borgarstjórn Reykjavíkur 1974, gerði hann á fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna athugasemd við það, að knattspyrnukappinn snjalli, Albert Guðmundsson borgarfulltrúi, safnaði fé til Sjálfstæðishússins í sömu fyrirtækjum og hann beitti sér síðan fyrir, að fengju lóðir eða sérstakar ívilnanir í skipulagsmálum. Albert reiddist og sagðist ekki hlusta á talið í þessari stuttbuxnadeild flokksins. Davíð lét sér þá hvergi bregða, heldur sagði með undrunartón í röddinni: "Mér kemur mjög á óvart, að maður skuli tala óvirðulega um stuttbuxur, sem hafði atvinnu af að hlaupa um á þeim áratugum saman."
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun