
Sport
Blackburn lagði Birmingham

Blackburn Rovers bar sigurorð af Birmingham 2-0 í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Paul Dickov skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Craig Bellamy innsiglaði sigur heimamanna, en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Birmingham er nú komið í bullandi fallbaráttu og hefur aðeins fengið 6 stig í fyrstu 10 leikjum sínum.