David Beckham verður klár í slaginn með Real Madrid í spænska boltanum annað kvöld eftir að rauða spjaldið sem hann fékk gegn Valencia um helgina var dregið til baka nú rétt áðan.
Real gerði athugasemd við brottreksturinn og biðlaði til spænska knattspyrnusambandsins um að síðara gula spjaldið sem hann fékk í leiknum yrði dregið til baka og var sú beiðni samþykkt í dag, enda þótti brottvísunin ansi strangur dómur.