Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld 18. nóvember 2005 13:00 Sigurður Ingimundarson segir sína menn ekki láta leikjaálagið á sig fá og hlakkar til að mæta Njarðvík í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10. Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10.
Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira