Auðveldur sigur Celtic í grannaslagnum

Celtic skellti sér í toppsæti skosku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið lagði granna sína Rangers 3-0 í viðureign sem jafnan er hápunktur ársins þar í landi. John Hartson, Bobo Balde og Aiden McGeady skoruðu mörk Celtic, sem hefur þriggja stiga forskot á Hearts sem eiga leik til góða.