Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir verður í fyrsta sæti Vinstri Grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum í vor.
Niðurstaða úr forvali var að berast. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur verður í öðru sæti, Emil Hjörvar Petersen háskólanemi í því þriðja og Lára Jóna Þorsteinsdóttir sérkennari í því fjórða.