Segir hafa verið valið úr tölvupóstum til birtingar 29. nóvember 2005 15:58 Jónína Benediktsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í dag líkt og ritstjóri og fréttaritstjóri Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa. Hún sagði þetta vera tölvupóst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni til Jóns Geralds Sullenberger þar sem fjallað væri um snekkjuna Thee Viking. Hvorki Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins né Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóri sögðust reka minni til að hafa séð umræddan póst. Jónína fékk í gær að skoða tölvupóstana sem sýslumaður gerði upptæka hjá Fréttablaðinu 30. september síðast liðinn. Hún sagði fréttaflutning Fréttablaðsins og birtingar úr tölvupóstinum hafa valdið sér gríðarlegum skaða og verið í óþökk sinni. Hún sagði að í hvert sinn sem hún reyndi að rísa á fætur fengi hún nýtt spark og virtist við það að bresta í grát. Hún sagði fréttir um tölvupóstana hafa verið villandi og teknar úr samhengi en neitaði að svara þegar lögmaður Fréttablaðsins bað hana um að útlista með hvaða hætti fréttirnar væru villandi eða aðeins sagður hálfsannleikur. Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins sagði að gögnin hefðu borið með sér að vera mikið innlegg í umræðuna um Baugsmálin og staðfest ýmislegt sem hefði verið rætt um hverjir komu Baugsmálinu af stað. Eftir að staðfest hafði verið að um raunverulega tölvupósta væri að ræða en ekki falsanir hefði verið ákveðið að vinna fréttir um það sem hefði skýrt fréttagildi en aldrei hefði komið til greina að fjalla um viðkvæm persónuleg mál. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, staðfesti að afrit af tölvupóstinum hefðu borist sér en neitaði að segja hvernig það hefði gerst. Baugsmálið Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa. Hún sagði þetta vera tölvupóst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni til Jóns Geralds Sullenberger þar sem fjallað væri um snekkjuna Thee Viking. Hvorki Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins né Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóri sögðust reka minni til að hafa séð umræddan póst. Jónína fékk í gær að skoða tölvupóstana sem sýslumaður gerði upptæka hjá Fréttablaðinu 30. september síðast liðinn. Hún sagði fréttaflutning Fréttablaðsins og birtingar úr tölvupóstinum hafa valdið sér gríðarlegum skaða og verið í óþökk sinni. Hún sagði að í hvert sinn sem hún reyndi að rísa á fætur fengi hún nýtt spark og virtist við það að bresta í grát. Hún sagði fréttir um tölvupóstana hafa verið villandi og teknar úr samhengi en neitaði að svara þegar lögmaður Fréttablaðsins bað hana um að útlista með hvaða hætti fréttirnar væru villandi eða aðeins sagður hálfsannleikur. Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins sagði að gögnin hefðu borið með sér að vera mikið innlegg í umræðuna um Baugsmálin og staðfest ýmislegt sem hefði verið rætt um hverjir komu Baugsmálinu af stað. Eftir að staðfest hafði verið að um raunverulega tölvupósta væri að ræða en ekki falsanir hefði verið ákveðið að vinna fréttir um það sem hefði skýrt fréttagildi en aldrei hefði komið til greina að fjalla um viðkvæm persónuleg mál. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, staðfesti að afrit af tölvupóstinum hefðu borist sér en neitaði að segja hvernig það hefði gerst.
Baugsmálið Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira