Í Kraká 6. desember 2005 11:44 Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun
Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það.