Kjarasamningur skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslu Íslands var samþykktur með áttatíu og einu prósentu atkvæða. Tuttugu og einn félagi í Félagi skipstjórnarmanna hafði atkvæðisrétt og greiddu allir nema einn atkvæði.
Sautján greiddu atkvæði með samningnum, einn á móti og tveir skiluðu auðu.