Bogi efast ekki um nýjar ákærur 12. október 2005 00:01 Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. > Baugsmálið Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári. Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur látið hafa eftir sér að hann telji það brjóta gegn meðferð opinberra mála að ef sama málið verði sótt úr tveimur áttum það er bæði af ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Bogi Nilson ríkissaksóknari segir ummæli Gests ástæðulaus enda styðji lagabókstafir sem Gestur hafi vísað til það að ákvörðunin hafi verið byggð á lögum. Bogi segir ennfremur að að í þessu lögum segi að ríkissaksóknari geti tekið mál hvenær sem er úr höndum lögreglustjóra. Í öðru lagi segir að lögreglustjóri geti leitað til ríkissaksóknara, til dæmis ef mál eru mjög vandasöm, og hann sé óviss um hvort gefa skuli út ákæru. Ástæðuna fyrir því að ríkissaksóknari hafi skilið átta ákæruliði eftir hjá ríkislögreglustjóra segir Bogi vera að sá hluti ákærunnar sé enn til umfjöllunar hjá dómstólum og að ríkissaksóknari geti falið lögreglustjórum að fara með mál fyrir dómstóla. Framundan hjá embættinu er að fara yfir þau gögn sem liggja að baki ákæruliðunum 32 sem Hæstiréttur vísaði frá. Eftir þá vinnu mun koma í ljóst hvort ákært verði að nýju. Gögnin bárust í nokkrum pappakössum í dag og hafist verður handa við að fara yfir þau að fullum krafti á morgun. Hann segir þrjá til fjóra starfsmenn embættisins sem munu vinna að málinu og vonast hann til að ákvörðun um hvað verði gert í framhaldinu ráðist fyrir áramót. "Hér skal hafa í huga að hér eru ekki margir starfsmenn, auk þess sem þeir eru í fullu starfi við að sinna hæstarétti og héraðsdómssólum samkvæmt dagskrá. Því þurfum við nú að hliðra til fyrir þessu máli," segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari. >
Baugsmálið Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira