Stuðningur við hestamennsku 10. febrúar 2006 02:41 Fátt er fallegra en að sjá stór og litrík stóð í íslenskri náttúru á heiðum uppi að sumarlagi. Þar hópast afkomendurnir gjarnan í kringum hryssurnar og eru auðþekktir af litarhætti og hvernig þeir bera sig. En það er ekki nóg að hrossin séu augnayndi á heiðum uppi eða í alfaraleið í heimahögum, íslenski hesturinn er mikil auðlind, ef rétt er á haldið, og fer frekar vaxandi en hitt. Það má því búast við að reiðhöllum og skemmum eða skálum fyrir hesta og tamningar fjölgi mjög á næstunni. Vonandi fer landsbyggðin ekki varhluta af þessari uppbyggingu, því það er fyrst og fremst þar sem uppruni og heimkynni hrossanna er. Það er þess vegna vel til fundið hjá landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra að styðja við uppbyggingu hestamennsku hér á landi með fjárframlögum til að byggja reiðhallir eða reiðskemmur og reiðskála. Slíkar byggingar blasa nú við víða í dreifbýli og þéttbýli og þar fer nú þegar fram mikil starfsemi allan ársins hring. Alls hefur verið ákveðið að verja 270 milljónum króna til þessa verkefnis, en peningarnir eru hluti af söluandvirði Lánasjóðs landbúnaðarins, sem nú hefur verið lagður niður. Það má því búast við að reiðhöllum, skemmum eða skálum fyrir hesta og tamningar fjölgi mjög á næstunni. Vonandi fer landsbyggðin ekki varhluta af þessari uppbyggingu, því það er fyrst og fremst þar sem uppruni og heimkynni hrossanna er. Þetta framtak stjórnvalda getur því, ef rétt er á haldið, komið hnignandi sveitum til góða, og þá er takmarkinu náð. Mörg hundruð manns eru nú í fullu starfi við hestamennsku hér á landi og munu flestir vera á Suður- og Suðvesturlandi. Þar er bæði um að ræða tamningamenn og kennara auk annarra sem annast margs konar þjónustu við þessa sívaxandi grein sem hestamennskan er. Þetta er eitt af því sem tengir saman fólk í dreifbýli og þéttbýli og veitir bæði ungum og fullorðnum gleði og ánægju. Hestamennskan á líka sinn stóra þátt í ferðum útlendinga hingað til lands. Það eru ekki síst eigendur íslenskra hesta erlendis sem leggja leið sína hingað, til að sjá með eigin augum íslenska hestinn í sínu rétta umhverfi. Sú breyting hefur reyndar orðið á síðustu árum að svo til hætt er að selja ótamin hross til útlanda, heldur er þar nú aðallega um að ræða tamin eða bandvön hross sem flutt eru út. Með því fæst hærra verð fyrir hrossin og minni hætta er á að fluttir séu út gallagripir. Það er miður að embætti umboðsmanna íslenska hestsins hefur verið lagt niður, því það eitt að slíkt embætti hafi verið sett á stofn, var ákveðin viðurkenning á mikilvægi greinarinnar. Aðrir munu að vísu taka við starfi umboðsmannsins, og er vonandi að þeim farist það vel úr hendi. Æskilegast hefði þó verið að umboðsmaðurinn hefði starfað áfram. En það er ekki nóg með að mörg hundruð manns starfi við hestamennsku heldur hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil ásókn í nám í hestamennsku við Hólaskóla og um þessar mundir. Nútíma hestamennska krefst þess líka að menn kunni til verka, því það er ekki sama hvernig menn umgangast þessar fallegu skepnur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Fátt er fallegra en að sjá stór og litrík stóð í íslenskri náttúru á heiðum uppi að sumarlagi. Þar hópast afkomendurnir gjarnan í kringum hryssurnar og eru auðþekktir af litarhætti og hvernig þeir bera sig. En það er ekki nóg að hrossin séu augnayndi á heiðum uppi eða í alfaraleið í heimahögum, íslenski hesturinn er mikil auðlind, ef rétt er á haldið, og fer frekar vaxandi en hitt. Það má því búast við að reiðhöllum og skemmum eða skálum fyrir hesta og tamningar fjölgi mjög á næstunni. Vonandi fer landsbyggðin ekki varhluta af þessari uppbyggingu, því það er fyrst og fremst þar sem uppruni og heimkynni hrossanna er. Það er þess vegna vel til fundið hjá landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra að styðja við uppbyggingu hestamennsku hér á landi með fjárframlögum til að byggja reiðhallir eða reiðskemmur og reiðskála. Slíkar byggingar blasa nú við víða í dreifbýli og þéttbýli og þar fer nú þegar fram mikil starfsemi allan ársins hring. Alls hefur verið ákveðið að verja 270 milljónum króna til þessa verkefnis, en peningarnir eru hluti af söluandvirði Lánasjóðs landbúnaðarins, sem nú hefur verið lagður niður. Það má því búast við að reiðhöllum, skemmum eða skálum fyrir hesta og tamningar fjölgi mjög á næstunni. Vonandi fer landsbyggðin ekki varhluta af þessari uppbyggingu, því það er fyrst og fremst þar sem uppruni og heimkynni hrossanna er. Þetta framtak stjórnvalda getur því, ef rétt er á haldið, komið hnignandi sveitum til góða, og þá er takmarkinu náð. Mörg hundruð manns eru nú í fullu starfi við hestamennsku hér á landi og munu flestir vera á Suður- og Suðvesturlandi. Þar er bæði um að ræða tamningamenn og kennara auk annarra sem annast margs konar þjónustu við þessa sívaxandi grein sem hestamennskan er. Þetta er eitt af því sem tengir saman fólk í dreifbýli og þéttbýli og veitir bæði ungum og fullorðnum gleði og ánægju. Hestamennskan á líka sinn stóra þátt í ferðum útlendinga hingað til lands. Það eru ekki síst eigendur íslenskra hesta erlendis sem leggja leið sína hingað, til að sjá með eigin augum íslenska hestinn í sínu rétta umhverfi. Sú breyting hefur reyndar orðið á síðustu árum að svo til hætt er að selja ótamin hross til útlanda, heldur er þar nú aðallega um að ræða tamin eða bandvön hross sem flutt eru út. Með því fæst hærra verð fyrir hrossin og minni hætta er á að fluttir séu út gallagripir. Það er miður að embætti umboðsmanna íslenska hestsins hefur verið lagt niður, því það eitt að slíkt embætti hafi verið sett á stofn, var ákveðin viðurkenning á mikilvægi greinarinnar. Aðrir munu að vísu taka við starfi umboðsmannsins, og er vonandi að þeim farist það vel úr hendi. Æskilegast hefði þó verið að umboðsmaðurinn hefði starfað áfram. En það er ekki nóg með að mörg hundruð manns starfi við hestamennsku heldur hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil ásókn í nám í hestamennsku við Hólaskóla og um þessar mundir. Nútíma hestamennska krefst þess líka að menn kunni til verka, því það er ekki sama hvernig menn umgangast þessar fallegu skepnur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun