Af ræðum á Viðskiptaþingi 14. febrúar 2006 00:01 Það þóttu aldeilis mikil tíðindi á Viðskiptaþingi, (sem áður hét ábyggilega fundur í Verslunarráði, en Viðskiptaþing er flottara ég er sammála því) í síðustu viku þegar virtur maður úr viðskiptalífinu sagði þá skoðun sína að að e.t.v. væri annað arðvænlegra til að byggja upp atvinnulíf í landinu á næstu árum og áratugum en álbræðsla. Tímasetningin var líka ágæt því ræðan kom mitt í enn einni hrinunni þegar áætlanir um álvæðinguna, þessar uppáhaldverksmiðjur ráðafólksins, voru til umræðu. Nú er talað um að stækka í Straumsvík og byggja fyrir norðan og kannski eitthvað fleira. Það var þó ábyggilega tilviljun að þessi ræða athafnamannsins kom mitt í þessa bylgju, því Viðskiptaþing eru ábyggilega ákveðin með löngum fyrirvara. Ræðumaður sagði ekki einungis að í framtíðinni ætti að líta til annarra verkefna en þess að bræða ál. Það vakti einnig athygli mína að hann telur að of lág arðsemiskrafa hefði verið gerð til Kárahnjúkavirkjunar. Ýmsir hafa verið til að vekja athygli á þessu fyrr, og einhverjir áður en ráðist var í framkvæmdir. Slíkar yfirlýsingar eða útreikningar sem bentu til þess að sú væri raunin áttu sannarlega ekki upp á pallborðið. Ef marka má framgöngu aðstoðarmanns iðnaðarráðherra í Silfri Egils á sunnudaginn þá á þessi skoðun ekki enn eftir að auka á vinsældir manna, að minnsta kosti ekki í hans hópi. Það gerir konu svolítið óttaslegna þegar menn eru endalaust svona vissir í sinni sök, en það er kannski ekki nema von að ungir menn séu staffírugir þegar ráðherrarnir telja skoðanir andstæðinga sinna raus og kjaftæði og ekkert annað. Það er svo sannarlega gleðilegt þegar menn, sem litið er upp til vegna afreka þeirra á einhverjum sviðum eins og t.d. í viðskiptalífinu, láta skoðanir sínar í ljós um þau mál sem eru til umræðu í þjóðfélaginu. Því miður er alltof sjaldgæft að aðrir en þeir sem hafa stjórnmál að aðalstarfi eða sem sérstakt áhugamál láti skoðun sína í ljós. Stundum hefur verið látið að því liggja að þetta stafi af einhvers konar hræðslu, fólk telji að það komi síðar í bakið á því ef það láti í ljós skoðanir sem ekki fara saman við skoðanir þeirra sem fara með völdin. Umræðan verður þess vegna líkari hanaslag en aðferð til að komast að skynsamlegustu niðurstöðunni. Þetta er auðvitað skelfilegt ástand. Forsætisráðherrann talaði einnig á Viðskiptaþinginu og spáði því að við yrðum komin í Evrópusambandið eftir 10 ár. Eftir því sem ég fékk best skilið þá spáir ráðherrann þessu vegna þess að annað verði ekki umflúið. Evrópusambandið verði orðið svo stórt og þar verði allir og þess vegna verðum við að vera með. Þetta finnst mér vont ástand. Það er vont að vera í þeirri stöðu að ráða ekki örlögum sínum heldur verða að fljóta með straumnum. En það er einmitt það sem hefur gerst í utanríkismálum þjóðarinnar nú síðasta áratuginn. Síðan heimsviðburðir gerðu það að verkum að einungis hálfgerðir sérvitringar hefja umræðu um hvort við eigum að vera í NATO eða ekki, hefur Evrópusamvinnan og hversu mikið við eigum að taka þátt í henni verið helsta ágreiningsmál í utanríkisstefnu þjóðarinnar. Það var síður en svo átakalaust að koma því í kring að Ísland yrði aðili að EES-samningnum, þó fáir vilji kannast við það í dag að þeir hafi ekki mælt með þeirri ráðagerð, enda fátt eða ekkert orðið þjóðinni til jafn mikils framdráttar á síðustu árum. Menn þorðu hins vegar ekki að taka skrefið til fulls og sækja um aðild að Evrópusambandinu og létu Norðmenn í raun velja fyrir okkur þegar þeir felldu aðild árið 1994. Síðan hefur okkur rekið án þess að hafa nokkra stjórn á því sjálf og maðurinn sem verið hefur utanríkisráðherra nærri allan tímann síðan þá spáir því nú að þetta endi með því að okkur reki inn í sambandið. Hann, eða ríkisstjórnin sem hann nú fer fyrir, hefur hins vegar aldrei haft þann kjark að setja stefnuna á inngöngu í Evrópusambandið og þar með auka möguleika okkar á að hafa einhver pólitísk áhrif í hinu stóra samfélagi þjóða sem við búum í. Hið sama er að segja um annað stórt utanríkismál, sem er vera varnarliðsins. Það mátti vera öllum ljóst þegar kalda stríðinu lauk að það kæmi að því að varnarliðið ætti ekkert erindi hér. Menn horfðust hins vegar ekki í augu við það og þess vegna rekur okkur í því efni líkt og í Evrópumálunum. Ég var eiginlega mest hissa á því að fosætisráðherrann skildi ekki líka spá því á Viðskiptaþinginu að herinn yrði farinn eftir tíu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Það þóttu aldeilis mikil tíðindi á Viðskiptaþingi, (sem áður hét ábyggilega fundur í Verslunarráði, en Viðskiptaþing er flottara ég er sammála því) í síðustu viku þegar virtur maður úr viðskiptalífinu sagði þá skoðun sína að að e.t.v. væri annað arðvænlegra til að byggja upp atvinnulíf í landinu á næstu árum og áratugum en álbræðsla. Tímasetningin var líka ágæt því ræðan kom mitt í enn einni hrinunni þegar áætlanir um álvæðinguna, þessar uppáhaldverksmiðjur ráðafólksins, voru til umræðu. Nú er talað um að stækka í Straumsvík og byggja fyrir norðan og kannski eitthvað fleira. Það var þó ábyggilega tilviljun að þessi ræða athafnamannsins kom mitt í þessa bylgju, því Viðskiptaþing eru ábyggilega ákveðin með löngum fyrirvara. Ræðumaður sagði ekki einungis að í framtíðinni ætti að líta til annarra verkefna en þess að bræða ál. Það vakti einnig athygli mína að hann telur að of lág arðsemiskrafa hefði verið gerð til Kárahnjúkavirkjunar. Ýmsir hafa verið til að vekja athygli á þessu fyrr, og einhverjir áður en ráðist var í framkvæmdir. Slíkar yfirlýsingar eða útreikningar sem bentu til þess að sú væri raunin áttu sannarlega ekki upp á pallborðið. Ef marka má framgöngu aðstoðarmanns iðnaðarráðherra í Silfri Egils á sunnudaginn þá á þessi skoðun ekki enn eftir að auka á vinsældir manna, að minnsta kosti ekki í hans hópi. Það gerir konu svolítið óttaslegna þegar menn eru endalaust svona vissir í sinni sök, en það er kannski ekki nema von að ungir menn séu staffírugir þegar ráðherrarnir telja skoðanir andstæðinga sinna raus og kjaftæði og ekkert annað. Það er svo sannarlega gleðilegt þegar menn, sem litið er upp til vegna afreka þeirra á einhverjum sviðum eins og t.d. í viðskiptalífinu, láta skoðanir sínar í ljós um þau mál sem eru til umræðu í þjóðfélaginu. Því miður er alltof sjaldgæft að aðrir en þeir sem hafa stjórnmál að aðalstarfi eða sem sérstakt áhugamál láti skoðun sína í ljós. Stundum hefur verið látið að því liggja að þetta stafi af einhvers konar hræðslu, fólk telji að það komi síðar í bakið á því ef það láti í ljós skoðanir sem ekki fara saman við skoðanir þeirra sem fara með völdin. Umræðan verður þess vegna líkari hanaslag en aðferð til að komast að skynsamlegustu niðurstöðunni. Þetta er auðvitað skelfilegt ástand. Forsætisráðherrann talaði einnig á Viðskiptaþinginu og spáði því að við yrðum komin í Evrópusambandið eftir 10 ár. Eftir því sem ég fékk best skilið þá spáir ráðherrann þessu vegna þess að annað verði ekki umflúið. Evrópusambandið verði orðið svo stórt og þar verði allir og þess vegna verðum við að vera með. Þetta finnst mér vont ástand. Það er vont að vera í þeirri stöðu að ráða ekki örlögum sínum heldur verða að fljóta með straumnum. En það er einmitt það sem hefur gerst í utanríkismálum þjóðarinnar nú síðasta áratuginn. Síðan heimsviðburðir gerðu það að verkum að einungis hálfgerðir sérvitringar hefja umræðu um hvort við eigum að vera í NATO eða ekki, hefur Evrópusamvinnan og hversu mikið við eigum að taka þátt í henni verið helsta ágreiningsmál í utanríkisstefnu þjóðarinnar. Það var síður en svo átakalaust að koma því í kring að Ísland yrði aðili að EES-samningnum, þó fáir vilji kannast við það í dag að þeir hafi ekki mælt með þeirri ráðagerð, enda fátt eða ekkert orðið þjóðinni til jafn mikils framdráttar á síðustu árum. Menn þorðu hins vegar ekki að taka skrefið til fulls og sækja um aðild að Evrópusambandinu og létu Norðmenn í raun velja fyrir okkur þegar þeir felldu aðild árið 1994. Síðan hefur okkur rekið án þess að hafa nokkra stjórn á því sjálf og maðurinn sem verið hefur utanríkisráðherra nærri allan tímann síðan þá spáir því nú að þetta endi með því að okkur reki inn í sambandið. Hann, eða ríkisstjórnin sem hann nú fer fyrir, hefur hins vegar aldrei haft þann kjark að setja stefnuna á inngöngu í Evrópusambandið og þar með auka möguleika okkar á að hafa einhver pólitísk áhrif í hinu stóra samfélagi þjóða sem við búum í. Hið sama er að segja um annað stórt utanríkismál, sem er vera varnarliðsins. Það mátti vera öllum ljóst þegar kalda stríðinu lauk að það kæmi að því að varnarliðið ætti ekkert erindi hér. Menn horfðust hins vegar ekki í augu við það og þess vegna rekur okkur í því efni líkt og í Evrópumálunum. Ég var eiginlega mest hissa á því að fosætisráðherrann skildi ekki líka spá því á Viðskiptaþinginu að herinn yrði farinn eftir tíu ár.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun