Samþykki og umburðarlyndi 3. mars 2006 01:09 Eitt sinn var minn gamli, góði lærimeistari Friedrich von Hayek staddur á ráðstefnu, þar sem margt var skrafað. Hann dottaði um stund, reis síðan skyndilega upp og sagði: Nútímamenn hafa gleymt muninum á samþykki og umburðarlyndi. Þetta var viturlega mælt. Við þurfum ekki að samþykkja eitthvað, þótt við hljótum að umbera það. Vesturlandamenn lærðu umburðarlyndi í blóðugum trúarstyrjöldum allt frá miðöldum og fram á átjándu öld. Reynslan kenndi þeim að vera sammála um að vera ósammála, þótt þeir áskildu sér síðan hver og einn rétt til eigin skoðunar. Mér verður hugsað til orða von Hayeks, þegar ég horfi á fréttamyndir af mótmælaaðgerðum múslima um víða veröld gegn skopmyndum af Múhameð í dönsku blaði. Svo virðist sem þátttakendur í þessum aðgerðum telji, að dönsk stjórnvöld verði að bera ábyrgð á skopmyndunum. En þeir gera sér ekki grein fyrir muninum á samþykki og umburðarlyndi. Í Danmörku þurfa stjórnvöld ekki fremur en á Íslandi að samþykkja eitthvað, þótt þau hljóti að umbera það. Eini aðilinn, sem ber ábyrgð á skopmyndunum, er auðvitað danska blaðið, sem birti þær. Við getum verið samþykk eða ósamþykk danska blaðinu, en það er fráleitt að kenna allri dönsku þjóðinni eða stjórnvöldum í landinu um birtingu þessara skopmynda. En þetta leiðir hugann að því, að hugsunarháttur sumra múslima virðist vera afar ólíkur því, sem gerist á Vesturlöndum. Getur verið, að óumburðarlyndi sé snarari þáttur í íslam en kristni? Samuel Huntington, sem hefur skrifað merkilegt rit um ný átakamál að kalda stríðinu loknu, bendir á, að munurinn á Múhameð og Kristi er, að Múhameð var í senn spámaður og herforingi, en Kristur var langt frá því að vera hernaðarsinni. Múhameð þeysti um á fráum hesti og sveiflaði sverði, en Kristur var krýndur þyrnikórónu og krossfestur. Þrátt fyrir margar sannar sögur af óumburðarlyndi kristinna manna fyrr á öldum verður að minna á, að í kristni er falinn skýr greinarmunur á andlegu og veraldlegu valdi. Menn eiga að gjalda keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er, sagði Kristur. Þessi munur er ekki nærri því eins skýr í íslam. Þar hefur iðulega sami maður ráðið andlegu og veraldlegu lífi, og svo er raunar enn í löndum eins og Íran. Óumburðarlyndi sumra múslima kann að stafa af þessu. Þeir hafa aldrei lært að gera greinarmun á andlegu og veraldlegu valdi. Þess vegna halda þeir, þegar dönsk stjórnvöld umbera eitthvað, að þau séu um leið að samþykkja það. Við Vesturlandamenn getum ekki látið trúarofstækisfólk í löndum múslima svipta okkur því hugsunarfrelsi, sem er dýrkeyptur ávöxtur frelsisbaráttu fyrri alda. Við verðum að mega gagnrýna íslam, eins og múslimar hljóta að mega gagnrýna kristna trú. En munurinn á samþykki og umburðarlyndi snýr raunar líka að öðru nýlegu álitamáli íslensku. Samkynhneigt fólk á Íslandi hefur háð merkilega réttindabaráttu, sem á allan minn stuðning, og er nú svo komið, að menn af sama kyni geta lögum samkvæmt hafið staðfesta samvist. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Þjóðkirkjunnar, er hins vegar tregur til að ganga lengra og leyfa hjónabönd fólks af sama kyni innan vébanda kirkjunnar. Margir hafa hneykslast á honum. Ég hef oft gagnrýnt séra Karl fyrir vanhugsuð ummæli um stjórnmál. En hér hafa gagnrýnendur biskups fæstir reynt að skilja hann. Að skoðun hans er hjónabandið sakramenti, sem er sérstaks eðlis og ekki unnt að breyta með einu pennastriki. Kirkjan eigi ekki frekar en aðrir að þurfa að samþykkja eitthvað, sem hún telji í ósamræmi við hlutverk sitt, þótt hún hljóti að umbera það. Það er síðan annað mál, að orð séra Karls væru eðlilegri, hefðu ríki og kirkja verið skilin að, eins og sjálfsagt er, ekki síst kirkjunnar vegna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun
Eitt sinn var minn gamli, góði lærimeistari Friedrich von Hayek staddur á ráðstefnu, þar sem margt var skrafað. Hann dottaði um stund, reis síðan skyndilega upp og sagði: Nútímamenn hafa gleymt muninum á samþykki og umburðarlyndi. Þetta var viturlega mælt. Við þurfum ekki að samþykkja eitthvað, þótt við hljótum að umbera það. Vesturlandamenn lærðu umburðarlyndi í blóðugum trúarstyrjöldum allt frá miðöldum og fram á átjándu öld. Reynslan kenndi þeim að vera sammála um að vera ósammála, þótt þeir áskildu sér síðan hver og einn rétt til eigin skoðunar. Mér verður hugsað til orða von Hayeks, þegar ég horfi á fréttamyndir af mótmælaaðgerðum múslima um víða veröld gegn skopmyndum af Múhameð í dönsku blaði. Svo virðist sem þátttakendur í þessum aðgerðum telji, að dönsk stjórnvöld verði að bera ábyrgð á skopmyndunum. En þeir gera sér ekki grein fyrir muninum á samþykki og umburðarlyndi. Í Danmörku þurfa stjórnvöld ekki fremur en á Íslandi að samþykkja eitthvað, þótt þau hljóti að umbera það. Eini aðilinn, sem ber ábyrgð á skopmyndunum, er auðvitað danska blaðið, sem birti þær. Við getum verið samþykk eða ósamþykk danska blaðinu, en það er fráleitt að kenna allri dönsku þjóðinni eða stjórnvöldum í landinu um birtingu þessara skopmynda. En þetta leiðir hugann að því, að hugsunarháttur sumra múslima virðist vera afar ólíkur því, sem gerist á Vesturlöndum. Getur verið, að óumburðarlyndi sé snarari þáttur í íslam en kristni? Samuel Huntington, sem hefur skrifað merkilegt rit um ný átakamál að kalda stríðinu loknu, bendir á, að munurinn á Múhameð og Kristi er, að Múhameð var í senn spámaður og herforingi, en Kristur var langt frá því að vera hernaðarsinni. Múhameð þeysti um á fráum hesti og sveiflaði sverði, en Kristur var krýndur þyrnikórónu og krossfestur. Þrátt fyrir margar sannar sögur af óumburðarlyndi kristinna manna fyrr á öldum verður að minna á, að í kristni er falinn skýr greinarmunur á andlegu og veraldlegu valdi. Menn eiga að gjalda keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er, sagði Kristur. Þessi munur er ekki nærri því eins skýr í íslam. Þar hefur iðulega sami maður ráðið andlegu og veraldlegu lífi, og svo er raunar enn í löndum eins og Íran. Óumburðarlyndi sumra múslima kann að stafa af þessu. Þeir hafa aldrei lært að gera greinarmun á andlegu og veraldlegu valdi. Þess vegna halda þeir, þegar dönsk stjórnvöld umbera eitthvað, að þau séu um leið að samþykkja það. Við Vesturlandamenn getum ekki látið trúarofstækisfólk í löndum múslima svipta okkur því hugsunarfrelsi, sem er dýrkeyptur ávöxtur frelsisbaráttu fyrri alda. Við verðum að mega gagnrýna íslam, eins og múslimar hljóta að mega gagnrýna kristna trú. En munurinn á samþykki og umburðarlyndi snýr raunar líka að öðru nýlegu álitamáli íslensku. Samkynhneigt fólk á Íslandi hefur háð merkilega réttindabaráttu, sem á allan minn stuðning, og er nú svo komið, að menn af sama kyni geta lögum samkvæmt hafið staðfesta samvist. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Þjóðkirkjunnar, er hins vegar tregur til að ganga lengra og leyfa hjónabönd fólks af sama kyni innan vébanda kirkjunnar. Margir hafa hneykslast á honum. Ég hef oft gagnrýnt séra Karl fyrir vanhugsuð ummæli um stjórnmál. En hér hafa gagnrýnendur biskups fæstir reynt að skilja hann. Að skoðun hans er hjónabandið sakramenti, sem er sérstaks eðlis og ekki unnt að breyta með einu pennastriki. Kirkjan eigi ekki frekar en aðrir að þurfa að samþykkja eitthvað, sem hún telji í ósamræmi við hlutverk sitt, þótt hún hljóti að umbera það. Það er síðan annað mál, að orð séra Karls væru eðlilegri, hefðu ríki og kirkja verið skilin að, eins og sjálfsagt er, ekki síst kirkjunnar vegna.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun