Bjóðum Bauhaus velkomna 6. mars 2006 07:58 Undanfarin misseri hafa Íslendingar gert víðreist í fjárfestingum sínum. Þar hefur verið sáð í akra sem vonandi gefa drjúga uppskeru í framtíðinni. Eins og gengur hafa viðbrögðin við íslenskri fjárfestingu á erlendri grund verið misjöfn. Margir hafa fengið að kenna á ósanngjarnri umræðu sem er sprottin af hugsun hinna heimaríku. En hvernig erum við sjálf. Jú, í orði tölum við um að erlendir fjárfestar séu velkomnir. Við vitum að í hagrænu tilliti höfum við þörf fyrir erlenda fjárfestingu hér á landi. Sú fjárfesting er hins vegar fyrst og fremst í stóriðju, þar sem við bjóðum aðgengi að ódýrri orku. Við setjum upp hinar ýmsu hindranir á öðrum sviðum. Þannig mega erlendir fjárfestar ekki taka áhættu með okkur í sjávarútvegi. Það er fagnaðarefni að erlend verslanakeðja sýni því áhuga að opna verslun hér á landi. Þýska keðjan Bauhaus hefur um skeið leitað innkomu á innlendan byggingavörumarkað. Íslenski markaðurinn er smár og af þeim sökum njóta fyrirtæki sem þegar eru á markaði forskots, þar sem stórir erlendir aðilar leggja vart í þann kostnað sem fylgir því að kynna sér nýjan markað, þegar vonir um afrakstur eru jafn litlar og raunin er á eyju sem telur 300 þúsund íbúa. Full ástæða er því, þegar slíkt gerist að sýna stimamýkt og kurteisi og reyna af einlægni að greiða leiðina fyrir aukinni samkeppni. Ólíklegt er að forsvarsmenn Bauhaus hafi fengið það sterklega á tilfinningunna að þeim væri tekið opnum örmum. Fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra verja sína hagsmuni. Það er hluti af því sem felst í því að reka fyrirtæki. Við því er ekkert að segja. Forsvarsmenn fyrirtækja sem ekki verðu hagsmuni sína til hins ítrasta væru einfaldlega ekki að vinna vinnuna sína. Stjórnmálamenn eru hins vegar gæslumenn hagsmuna almennings. Þeirra hlutverk er að meta hagsmuni almennings og taka ákvarðanir á þeim grunni. Það er einfalt að átta sig á því að hagsmunir almennings liggja í því að samkeppni sé næg á innanlandsmarkaði. Innkoma Bauhaus er liður í slíku og því full rök fyrir því að meta þunga slíkra hagsmuna með þeim hætti að sveigt sé frá minniháttar skipulagshagsmunum. Bauhaus er ekki fyrsta fyrirtækið sem leitar hófanna um innkomu á innlendan smásölumarkað. Olíufélagið Erwing reyndi slíkt hið sama fyrir á öðrum áratug. Þeir fengu misjafnar undirtektir við þeim umleitunum. Niðurstaðan var að þeir komu ekki. Opið hagkerfi og þátttaka í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi hefur orðið til mikilla hagsbóta fyrir þjóðina. Sá vegur á að liggja í báðar áttir. Slíkt mun færa okkur hagsbætur á öllum tímum. Sérhagsmunahyggja stundarinna á ekki að verða til þess að fótur sé settur fyrir slíka þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Undanfarin misseri hafa Íslendingar gert víðreist í fjárfestingum sínum. Þar hefur verið sáð í akra sem vonandi gefa drjúga uppskeru í framtíðinni. Eins og gengur hafa viðbrögðin við íslenskri fjárfestingu á erlendri grund verið misjöfn. Margir hafa fengið að kenna á ósanngjarnri umræðu sem er sprottin af hugsun hinna heimaríku. En hvernig erum við sjálf. Jú, í orði tölum við um að erlendir fjárfestar séu velkomnir. Við vitum að í hagrænu tilliti höfum við þörf fyrir erlenda fjárfestingu hér á landi. Sú fjárfesting er hins vegar fyrst og fremst í stóriðju, þar sem við bjóðum aðgengi að ódýrri orku. Við setjum upp hinar ýmsu hindranir á öðrum sviðum. Þannig mega erlendir fjárfestar ekki taka áhættu með okkur í sjávarútvegi. Það er fagnaðarefni að erlend verslanakeðja sýni því áhuga að opna verslun hér á landi. Þýska keðjan Bauhaus hefur um skeið leitað innkomu á innlendan byggingavörumarkað. Íslenski markaðurinn er smár og af þeim sökum njóta fyrirtæki sem þegar eru á markaði forskots, þar sem stórir erlendir aðilar leggja vart í þann kostnað sem fylgir því að kynna sér nýjan markað, þegar vonir um afrakstur eru jafn litlar og raunin er á eyju sem telur 300 þúsund íbúa. Full ástæða er því, þegar slíkt gerist að sýna stimamýkt og kurteisi og reyna af einlægni að greiða leiðina fyrir aukinni samkeppni. Ólíklegt er að forsvarsmenn Bauhaus hafi fengið það sterklega á tilfinningunna að þeim væri tekið opnum örmum. Fyrirtæki og forsvarsmenn þeirra verja sína hagsmuni. Það er hluti af því sem felst í því að reka fyrirtæki. Við því er ekkert að segja. Forsvarsmenn fyrirtækja sem ekki verðu hagsmuni sína til hins ítrasta væru einfaldlega ekki að vinna vinnuna sína. Stjórnmálamenn eru hins vegar gæslumenn hagsmuna almennings. Þeirra hlutverk er að meta hagsmuni almennings og taka ákvarðanir á þeim grunni. Það er einfalt að átta sig á því að hagsmunir almennings liggja í því að samkeppni sé næg á innanlandsmarkaði. Innkoma Bauhaus er liður í slíku og því full rök fyrir því að meta þunga slíkra hagsmuna með þeim hætti að sveigt sé frá minniháttar skipulagshagsmunum. Bauhaus er ekki fyrsta fyrirtækið sem leitar hófanna um innkomu á innlendan smásölumarkað. Olíufélagið Erwing reyndi slíkt hið sama fyrir á öðrum áratug. Þeir fengu misjafnar undirtektir við þeim umleitunum. Niðurstaðan var að þeir komu ekki. Opið hagkerfi og þátttaka í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi hefur orðið til mikilla hagsbóta fyrir þjóðina. Sá vegur á að liggja í báðar áttir. Slíkt mun færa okkur hagsbætur á öllum tímum. Sérhagsmunahyggja stundarinna á ekki að verða til þess að fótur sé settur fyrir slíka þróun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun