Ástkæra ylhýra málið 18. mars 2006 00:37 Á undanförnum vikum hefur allnokkuð verið rætt um framtíð íslenskunnar. Bæði var að Viðskiptaráð lagði beinlínis til að íslenska og enska yrðu lögð að jöfnu og virtur íslenskuprófessor lýsti þeirri skoðun sinni að hugsanlega yrði íslenska útdauð eftir hundrað ár. Nú má spyrja: eru þessar tillögur og ágiskanir svo fjarri lagi? Er það nokkuð annað en þjóðrembingur, að lítil þjóð, sem er að hasla sér völl á alþjóðavísu, haldi uppi sérkennilegu máli, sem er öðrum óskiljanlegt? Þjóðrembingur hefur aldrei verið til gæfu, hvorki í mannkynssögunni né Íslandssögunni. Heimsstyrjaldirnar báðar og raunar flest önnur átök eru sprottin af fáfræði og hleypidómum, sem alið var á, í nafni kóngs og föðurlands og milljónum ungra manna var att út á vígvellina undir því herópi að aðrar þjóðir væru óvinir og yfirgangsmenn. Hugsjónin á bak við Evrópusambandið var og er enn, sú hin sama, að eyða þessari tortryggni og forheimsku, eyða landamærum og koma fólki í skilning um að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Mín kynslóð var alin upp við það að Danir væru vondir af því þeir hefðu haft yfirráð yfir Íslendingum. Seinna kom óvildin gagnvart Bretum vegna þorskastríða og lengst af lifðum við í skugga kalda stríðsins, þar sem Rússar og fylgifiskar þeirra voru fordæmdir og illa séðir. Útlendingar hér á landi hafa verið litnir hornauga og jafnvel uppnefndir. Ég man eftir því frá mínum ungdómsárum, upp úr miðri síðustu öld, að þá voru enskuslettur og slanguryrði mjög í tísku og verulegar áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu. Sagt var að Kanasjónvarp og öll sú lágmenning sem frá útlöndum kæmi væri atlaga að íslenskri tungu. Þá átti allt að fara norður og niður og ragnarök íslenskunnar voru framundan. Andstaðan gegn hugmyndinni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er öðrum þræði arfur af þessum hugsunarhætti. Af völdum þjóðrembings. Þjóðrembingur er eitt, föðurlandsást er annað. Mitt í hinni margfrægu og rómuðu útrás íslenskra fyrirtækja, eru okkar menn ennþá íslenskir og íslenskari en nokkru sinni fyrr. Alveg eins og þegar ungir, efnilegir námsmenn fóru utan úr allsleysinu hér heima, til Kaupmannahafnar allsnægtanna, þá komu þeir aftur, voru jafnvel meiri föðurlandsvinir en nokkru sinni fyrr. Römm er nefnilega sú taug sem rekka dregur. Jafnvel þótt Íslendingar forframist og heimurinn smækki vegna hnattvæðingar, fjarskipta og ferðalaga, jafnvel þótt við vitum að ekki er allt á Íslandi best og vitum það betur en áður, þá styrkjumst við í fótfestunni hér heima. Eftir því sem gáttirnar opnast, hreiðrum við betur um okkur. Víðsýnin út á við styrkir okkur inn á við. Stofnun og tilurð Evrópusambandsins byggist á þeirri hugsjón að það er fleira sem sameinar þjóðirnar en aðskilur þær. Þar á bæ er unnið að því að þurrka út landamæri og skapa frelsi, hvort heldur í flutningi fjármagns, fyrirtækja eða fólks. Öll er þessi hugsjón, þessi tilraun, til orðin vegna reynslunnar af grimmd þjóðernisrembingsins. En á sama tíma er hlúð að sérkennum, menningarlegum verðmætum, tungumálum og lifnaðarháttum hverrar þjóðar fyrir sig. Ýtt undir þjóðareinkenni, varðveislu náttúruundra og þjóðernislegra hefða. Það er borin virðing fyrir slíkum sérkennum af því að hugsunin er sú að þjóðir Evrópu blandi geði og eyði landamærum til að leyfa litrófinu að njóta sín, hver þjóð og hver einstaklingur má og á að halda sínu í fjölskyldu þjóðanna. Þar á meðal sínu eigin tungumáli. Og þá erum við aftur komin að íslenskri tungu, ástkæra ylhýra málinu okkar. Ég hef þá trú, að eftir því sem Íslendingar verða hagvanari í sínu nýja alþjóðahlutverki, eftir því sem íslenska þjóðin verserast í þessum skilningi, lærir að umgangast útlendinga sem jafningja, menntast og fræðist, því sterkari og heilbrigðari verður vitundin um varðveislu íslenskrar tungu og íslenskrar náttúru. Landið og tungan eru okkar hornsteinar. Sú afstaða verður ekki byggð á sérvisku eða sjálfshroka, hún sækir ekki styrk sinn í einstrengingslegan þjóðernisrembing, heldur þá tilfinningu og vitneskju að ræturnar eru manni allt. Í því umhverfi lifir íslenskan. Alveg eins og meðvitund Íslendinga um fágæti lands og náttúru vex ásmegin, eftir því sem við sjáum meira af undrum veraldar. Alþjóðavæðingin og heimsmyndin breytist á ytra borðinu en eftir stendur hinn íslenski arfur traustari fótum, af því hann er ekki lengur reistur á fordómum og fáfræði, heldur á þekkingu og bjargi þess skilnings að samneyti við aðra styrkir sjálfsmyndina. Og tunguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Á undanförnum vikum hefur allnokkuð verið rætt um framtíð íslenskunnar. Bæði var að Viðskiptaráð lagði beinlínis til að íslenska og enska yrðu lögð að jöfnu og virtur íslenskuprófessor lýsti þeirri skoðun sinni að hugsanlega yrði íslenska útdauð eftir hundrað ár. Nú má spyrja: eru þessar tillögur og ágiskanir svo fjarri lagi? Er það nokkuð annað en þjóðrembingur, að lítil þjóð, sem er að hasla sér völl á alþjóðavísu, haldi uppi sérkennilegu máli, sem er öðrum óskiljanlegt? Þjóðrembingur hefur aldrei verið til gæfu, hvorki í mannkynssögunni né Íslandssögunni. Heimsstyrjaldirnar báðar og raunar flest önnur átök eru sprottin af fáfræði og hleypidómum, sem alið var á, í nafni kóngs og föðurlands og milljónum ungra manna var att út á vígvellina undir því herópi að aðrar þjóðir væru óvinir og yfirgangsmenn. Hugsjónin á bak við Evrópusambandið var og er enn, sú hin sama, að eyða þessari tortryggni og forheimsku, eyða landamærum og koma fólki í skilning um að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Mín kynslóð var alin upp við það að Danir væru vondir af því þeir hefðu haft yfirráð yfir Íslendingum. Seinna kom óvildin gagnvart Bretum vegna þorskastríða og lengst af lifðum við í skugga kalda stríðsins, þar sem Rússar og fylgifiskar þeirra voru fordæmdir og illa séðir. Útlendingar hér á landi hafa verið litnir hornauga og jafnvel uppnefndir. Ég man eftir því frá mínum ungdómsárum, upp úr miðri síðustu öld, að þá voru enskuslettur og slanguryrði mjög í tísku og verulegar áhyggjur af framtíð íslenskrar tungu. Sagt var að Kanasjónvarp og öll sú lágmenning sem frá útlöndum kæmi væri atlaga að íslenskri tungu. Þá átti allt að fara norður og niður og ragnarök íslenskunnar voru framundan. Andstaðan gegn hugmyndinni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu er öðrum þræði arfur af þessum hugsunarhætti. Af völdum þjóðrembings. Þjóðrembingur er eitt, föðurlandsást er annað. Mitt í hinni margfrægu og rómuðu útrás íslenskra fyrirtækja, eru okkar menn ennþá íslenskir og íslenskari en nokkru sinni fyrr. Alveg eins og þegar ungir, efnilegir námsmenn fóru utan úr allsleysinu hér heima, til Kaupmannahafnar allsnægtanna, þá komu þeir aftur, voru jafnvel meiri föðurlandsvinir en nokkru sinni fyrr. Römm er nefnilega sú taug sem rekka dregur. Jafnvel þótt Íslendingar forframist og heimurinn smækki vegna hnattvæðingar, fjarskipta og ferðalaga, jafnvel þótt við vitum að ekki er allt á Íslandi best og vitum það betur en áður, þá styrkjumst við í fótfestunni hér heima. Eftir því sem gáttirnar opnast, hreiðrum við betur um okkur. Víðsýnin út á við styrkir okkur inn á við. Stofnun og tilurð Evrópusambandsins byggist á þeirri hugsjón að það er fleira sem sameinar þjóðirnar en aðskilur þær. Þar á bæ er unnið að því að þurrka út landamæri og skapa frelsi, hvort heldur í flutningi fjármagns, fyrirtækja eða fólks. Öll er þessi hugsjón, þessi tilraun, til orðin vegna reynslunnar af grimmd þjóðernisrembingsins. En á sama tíma er hlúð að sérkennum, menningarlegum verðmætum, tungumálum og lifnaðarháttum hverrar þjóðar fyrir sig. Ýtt undir þjóðareinkenni, varðveislu náttúruundra og þjóðernislegra hefða. Það er borin virðing fyrir slíkum sérkennum af því að hugsunin er sú að þjóðir Evrópu blandi geði og eyði landamærum til að leyfa litrófinu að njóta sín, hver þjóð og hver einstaklingur má og á að halda sínu í fjölskyldu þjóðanna. Þar á meðal sínu eigin tungumáli. Og þá erum við aftur komin að íslenskri tungu, ástkæra ylhýra málinu okkar. Ég hef þá trú, að eftir því sem Íslendingar verða hagvanari í sínu nýja alþjóðahlutverki, eftir því sem íslenska þjóðin verserast í þessum skilningi, lærir að umgangast útlendinga sem jafningja, menntast og fræðist, því sterkari og heilbrigðari verður vitundin um varðveislu íslenskrar tungu og íslenskrar náttúru. Landið og tungan eru okkar hornsteinar. Sú afstaða verður ekki byggð á sérvisku eða sjálfshroka, hún sækir ekki styrk sinn í einstrengingslegan þjóðernisrembing, heldur þá tilfinningu og vitneskju að ræturnar eru manni allt. Í því umhverfi lifir íslenskan. Alveg eins og meðvitund Íslendinga um fágæti lands og náttúru vex ásmegin, eftir því sem við sjáum meira af undrum veraldar. Alþjóðavæðingin og heimsmyndin breytist á ytra borðinu en eftir stendur hinn íslenski arfur traustari fótum, af því hann er ekki lengur reistur á fordómum og fáfræði, heldur á þekkingu og bjargi þess skilnings að samneyti við aðra styrkir sjálfsmyndina. Og tunguna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun