Íslandsmeistarabragur á Keflavík 31. mars 2006 10:05 Það var lítið gefið eftir í gær Fréttablaðið/Stefán Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira
Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Fyrsti leikhluti gaf frábær fyrirheit fyrir leikinn sem var jafn og spennandi framan af. Bæði lið sýndu frábæra vörn í byrjun áður en sóknarloturnar tóku við þar sem þriggja stiga hittni liðanna var til fyrirmyndar. Mjótt var á mununum og staðan var 30-26 fyrir Keflavík í upphafi annars leikhluta. Þá umbreyttist leikur Keflvíkinga með A. J. Moye fremstan í flokki og þeir völtuðu yfir gestina sem áttu engin svör við stórleik heimamanna sem röðuðu niður körfunum. Keflvíkingar spiluðu frábæra vörn og í bland við kæruleysi Skallagrímsmanna náðu heimamenn upp 63-43 forystu í hálfleik og heillum horfnir Borgnesingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Yfirburðir Keflvíkinga héldu áfram í þriðja leikhluta og Borgnesingar áttu engin svör. Það bætti gráu ofan á svart hjá gestunum að Jovan Zdravevski var útilokaður frá leiknum með sína fimmtu villu um miðbik þriðja leikhluta en þá var hann stigahæstur Skallagrímsmanna með 19 stig. Heimamenn kláruðu leikinn án þess að gestirnir væru nálægt því að gera atlögu að sigrinum. Keflvíkingar gátu meira að segja leyft sér að hvíla lykilmenn fyrir næstu rimmu liðanna sem verður í Borgarnesi á mánudaginn. Íslandsmeistararnir sýndu og sönnuðu af hverju þeir eru handhafar titilsins og hreinlega slátruðu Borgnesingum og unnu að lokum 129-79. A. J. Moey fór á kostum í kvöld og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann lék sér að gestunum og skoraði alls 37 stig en fjórir menn skoruðu 14 stig, Guðjón Skúlason, Vlad Boer, Mgnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson. Hinn feykisterki George Byrd fann sig ekki í leiknum og ef Skallagrímsmenn ætla sér að komast í úrslitaeinvígið er ljóst að hann þarf að spila mun betur. Hann skoraði 13 stig, Zdravevski 19 og Pétur Sigurðsson 16.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Sjá meira