Enn eru tímamót í Mið-Austurlöndum 4. apríl 2006 00:01 Skammt er á milli stóratburða í Mið-Austurlöndum nær þessa dagana. Þingkosningar eru nýafstaðnar í Ísrael og ný stjórn Palestínumanna hefur tekið við völdum. Nýir menn eru í forsvari á báðum vígstöðvum og því margt í óvissu um friðarferlið á þessu umdeilda svæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Ný stjórn Palestínumanna undir forystu Hamas-samtakanna umdeildu tók við í sömu viku og kosningarnar fóru fram í Ísrael. Ekki er ljóst hvort nýja stjórnin þar hefur haft áhrif á það að mjög léleg kjörsókn var í Ísrael, aðeins 63 prósent, sem er það minnsta frá því að Ísraelsríki var sett á laggirnar árið 1948. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á hinni lélegu kjörsókn, en nærtækt er að geta sér þess til að margir Ísraelsmenn séu orðnir þreyttir á eilífum ófriði í landinu og nágrannaríkjunum og hafi þess vegna ekki talið það þess virði að fara á kjörstað. Nýr flokkur Kadima-flokkurinn hafði heldur ekki það aðdráttarafl í kosningunum sem spáð hafði verið, en hann er nú engu að síður stærsti flokkur landsins, með 28 þingsæti af 120 í Knesset, ísraelska þinginu. Flokknum hafði verið spáð allt að fjörutíu þingsætum í upphafi kosningabaráttunnar. Þrátt fyrir að útkoman hafi ekki orðið alveg eins og vænst hafði verið ber á það að líta að Sharon stofnaði ekki þennan flokk fyrr en í nóvember í fyrra og líklegt er að margir kjósendur hafi sagst hafa ætlað að kjósa flokkinn í samúðarskyni við Sharon, sem nú hefur verið úti úr heiminum á sjúkrahúsi í margar vikur. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru ekki enn hafnar í Ísrael en forseti landsins hefur hafið viðræður við helstu stjórnmálaforingja og fastlega er búist við því að hann feli Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, að mynda stjórn. Talið er að stjórnarmyndunarviðræður geti tekið nokkurn tíma, en helsti samstarfsflokkur Kadima-flokksins er talinn verða Verkamannaflokkurinn, sem hlaut tuttugu sæti í kosningunum í síðustu viku. Þar er líka nýr leiðtogi við stjórnvölinn, Amir Peretz, sem áreiðanlega vill láta til sína taka. Allt þetta gerir það að verkum að stjórnin mun ekki smella saman á fyrstu dögum formlegra viðræðna. Nýr flokkur, Gil flokkur lífeyrisþega, kom mest á óvart í kosningunum. Hann fékk sjö þingsæti og eins og nafnið bendir til eru helstu baráttumál hans bætt kjör ellilífeyrisþega í landinu. Leiðtogi hans, Rafael Eitan, er þekkur í heimalandinu, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar. Hann hefur víða komið við sögu og er talið að persónulegt fylgi hans eigi ekki síst þátt í kosningasigrinum. Líklegt er að Olmert fái hann til samstarfs við sig við myndun nýrrar stjórnar, því þetta er ekki talinn öfgaflokkur. Ljóst er að ærin verkefni blasa við leiðtogum Ísraels og Palestínumanna á næstunni. Mikil tortryggni ríkir víða í garð leiðtoga Hamas-samtakanna og hinnar nýju stjórnar Palestínumanna, og hefur það ekki síst komið fram í afstöðu margra voldugra ríkja á Vesturlöndum, sem hóta að hætta fjárstuðningi við uppbyggingaráætlanir Palestínumanna. Áframhald friðarferlisins er því mörgum annmörkum háð og ekki bætir úr að nýir leiðtogar Ísraels ætla ótrauðir að halda áfram með múrinn umdeilda sem á að skilja að Ísraelsmenn og Palestínumenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Skammt er á milli stóratburða í Mið-Austurlöndum nær þessa dagana. Þingkosningar eru nýafstaðnar í Ísrael og ný stjórn Palestínumanna hefur tekið við völdum. Nýir menn eru í forsvari á báðum vígstöðvum og því margt í óvissu um friðarferlið á þessu umdeilda svæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Ný stjórn Palestínumanna undir forystu Hamas-samtakanna umdeildu tók við í sömu viku og kosningarnar fóru fram í Ísrael. Ekki er ljóst hvort nýja stjórnin þar hefur haft áhrif á það að mjög léleg kjörsókn var í Ísrael, aðeins 63 prósent, sem er það minnsta frá því að Ísraelsríki var sett á laggirnar árið 1948. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á hinni lélegu kjörsókn, en nærtækt er að geta sér þess til að margir Ísraelsmenn séu orðnir þreyttir á eilífum ófriði í landinu og nágrannaríkjunum og hafi þess vegna ekki talið það þess virði að fara á kjörstað. Nýr flokkur Kadima-flokkurinn hafði heldur ekki það aðdráttarafl í kosningunum sem spáð hafði verið, en hann er nú engu að síður stærsti flokkur landsins, með 28 þingsæti af 120 í Knesset, ísraelska þinginu. Flokknum hafði verið spáð allt að fjörutíu þingsætum í upphafi kosningabaráttunnar. Þrátt fyrir að útkoman hafi ekki orðið alveg eins og vænst hafði verið ber á það að líta að Sharon stofnaði ekki þennan flokk fyrr en í nóvember í fyrra og líklegt er að margir kjósendur hafi sagst hafa ætlað að kjósa flokkinn í samúðarskyni við Sharon, sem nú hefur verið úti úr heiminum á sjúkrahúsi í margar vikur. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru ekki enn hafnar í Ísrael en forseti landsins hefur hafið viðræður við helstu stjórnmálaforingja og fastlega er búist við því að hann feli Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra, að mynda stjórn. Talið er að stjórnarmyndunarviðræður geti tekið nokkurn tíma, en helsti samstarfsflokkur Kadima-flokksins er talinn verða Verkamannaflokkurinn, sem hlaut tuttugu sæti í kosningunum í síðustu viku. Þar er líka nýr leiðtogi við stjórnvölinn, Amir Peretz, sem áreiðanlega vill láta til sína taka. Allt þetta gerir það að verkum að stjórnin mun ekki smella saman á fyrstu dögum formlegra viðræðna. Nýr flokkur, Gil flokkur lífeyrisþega, kom mest á óvart í kosningunum. Hann fékk sjö þingsæti og eins og nafnið bendir til eru helstu baráttumál hans bætt kjör ellilífeyrisþega í landinu. Leiðtogi hans, Rafael Eitan, er þekkur í heimalandinu, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar. Hann hefur víða komið við sögu og er talið að persónulegt fylgi hans eigi ekki síst þátt í kosningasigrinum. Líklegt er að Olmert fái hann til samstarfs við sig við myndun nýrrar stjórnar, því þetta er ekki talinn öfgaflokkur. Ljóst er að ærin verkefni blasa við leiðtogum Ísraels og Palestínumanna á næstunni. Mikil tortryggni ríkir víða í garð leiðtoga Hamas-samtakanna og hinnar nýju stjórnar Palestínumanna, og hefur það ekki síst komið fram í afstöðu margra voldugra ríkja á Vesturlöndum, sem hóta að hætta fjárstuðningi við uppbyggingaráætlanir Palestínumanna. Áframhald friðarferlisins er því mörgum annmörkum háð og ekki bætir úr að nýir leiðtogar Ísraels ætla ótrauðir að halda áfram með múrinn umdeilda sem á að skilja að Ísraelsmenn og Palestínumenn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun