Fjarar undan Blair í Bretlandi 8. maí 2006 02:29 Fátt þykir benda til annars að margra mati en að dagar Tonys Blair á forsætisráðherrastóli í Bretlandi séu á enda innan nokkurra mánaða. Hann hefur oft á undanförnum mánuðum sagt að þetta sé síðasta kjörtímabil hans sem forsætisráðherra, en ekki viljað gefa upp hvenær hann yfirgefi Downing Street 10. Andstæðingar hans innan flokksins hafa nú krafist tafarlausrar yfirlýsingar um brottförina. Eftir ósigur Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi á fimmtudag gerði Blair strax miklar breytingar á stjórn sinni, en margir efast um að það dugi honum til að Verkamannaflokkurinn nái flugi á ný. Í breskum fjölmiðlum hefur föstudagsmorgunninn verið kallaður morgunn hinna löngu hnífa og er þá vitnað til ársins 1962 þegar þáverandi forsætisráðherra, Harold Macmillan, lét sex ráðherra fara á einu bretti. Tony Blair virðist hafa verið búinn að gera ráð fyrir hvernig færi í kosningunum nú, því strax á föstudagsmorgun kallaði hann ráðherrana hvern á fætur öðrum á sinn fund og tilkynnti þeim um örlög þeirra. Það mátti lesa á svipbrigðunum í andlitum þeirra þegar þeir komu út af fundi hans í forsætisráðherrabústaðnum, hver þau hefðu verið, að sögn breskra fjölmiðla. Við aðstæður sem þessar ríkja sterkar breskar hefðir, því það mun ekki vera til siðs að boða fyrst fund í flokknum eða þingflokknum og tilkynna þar um breytingar á ríkisstjórninni, eins og venja er hér, heldur er það forsætisráðherrann einn og nánustu samstarfsmenn hans sem fjalla um breytingarnar sem síðan eru tilkynntar viðkomandi. Þetta þætti ekki lýðræðislegt víða annars staðar, en svona er þetta í Bretlandi. Meðal fjölmargra breytinga sem Tony Blair hefur nú gert á ríkisstjórn sinni, vekur mesta athygli að Jack Straw er ekki lengur utanríkisráðherra heldur er sá mikli málaflokkur nú í höndum Margrétar Beckett, sem hefur setið óslitið í ríkisstjórninni frá 1997 og gegnt þar ýmsum embættum. Hún á langan stjórnmálaferil að baki og var meira að segja samstarfsmaður Harolds Wilson á sínum tíma. Hún var talin mjög vinstrisinnuð á sínum tíma, þótt það hafi kannski elst af henni með árunum. Nú verður það hlutverk hennar að vera í forystu fyrir Breta á alþjóðavettvangi. Hún er fyrsta konan til að gegna þessu veigamikla embætti í Bretlandi, og prófraun hennar verður líklega í dag í New York, þegar hún hittir aðra stórveldautanríkisráðherra á fundi þar um Írans-málið. Það var einmitt það mál sem þeir Tony Blair og Jack Straw voru ekki alveg sammála um. Það er ljóst af skipan hinnar nýju stjórnar í Bretlandi, að ekki hefur verið hlaðið undir stuðningsmenn Gordons Brown fjármálaráherra, þess manns sem almennt hefur verið talið að muni taka við af Blair. Sagt er að forsætisráðherrann hafi ekki ráðfært sig mikið við Brown um þær breytingar á ríkisstjórninni sem gerðar voru á föstudagsmorguninn. Hann hafi þvert á móti leitt fram hugsanlega keppinauta hans sem leiðtoga eins og Alan Johnson sem nú verður menntamálaráðherra, en það embætti er jafnan í hávegum í Bretlandi. Fyrir utan nýjan utanríkisráðherra, var það einkum innkoma Charles Clark innanríkisráðherra sem vakti mikla athygli við ráðherrabreytingarnar. Hann hefur sætt miklu ámæli vegna erlendra fanga þar í landi og átti kost á tveimur öðrum ráðherraembættum, en hann sat við sinn keip og sagði að fyrst forsætisráðherrann treysti honum ekki fyrir innanríkisráðuneytinu, færi hann ekki að taka við öðrum ráðherrastöðum. Hann er líka einn af fáum ráðherrum, fyrrverandi og verðandi, sem hafa yfirhöfuð tjáð sig um þessar miklu breytingar á bresku stjórninni, ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Fátt þykir benda til annars að margra mati en að dagar Tonys Blair á forsætisráðherrastóli í Bretlandi séu á enda innan nokkurra mánaða. Hann hefur oft á undanförnum mánuðum sagt að þetta sé síðasta kjörtímabil hans sem forsætisráðherra, en ekki viljað gefa upp hvenær hann yfirgefi Downing Street 10. Andstæðingar hans innan flokksins hafa nú krafist tafarlausrar yfirlýsingar um brottförina. Eftir ósigur Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi á fimmtudag gerði Blair strax miklar breytingar á stjórn sinni, en margir efast um að það dugi honum til að Verkamannaflokkurinn nái flugi á ný. Í breskum fjölmiðlum hefur föstudagsmorgunninn verið kallaður morgunn hinna löngu hnífa og er þá vitnað til ársins 1962 þegar þáverandi forsætisráðherra, Harold Macmillan, lét sex ráðherra fara á einu bretti. Tony Blair virðist hafa verið búinn að gera ráð fyrir hvernig færi í kosningunum nú, því strax á föstudagsmorgun kallaði hann ráðherrana hvern á fætur öðrum á sinn fund og tilkynnti þeim um örlög þeirra. Það mátti lesa á svipbrigðunum í andlitum þeirra þegar þeir komu út af fundi hans í forsætisráðherrabústaðnum, hver þau hefðu verið, að sögn breskra fjölmiðla. Við aðstæður sem þessar ríkja sterkar breskar hefðir, því það mun ekki vera til siðs að boða fyrst fund í flokknum eða þingflokknum og tilkynna þar um breytingar á ríkisstjórninni, eins og venja er hér, heldur er það forsætisráðherrann einn og nánustu samstarfsmenn hans sem fjalla um breytingarnar sem síðan eru tilkynntar viðkomandi. Þetta þætti ekki lýðræðislegt víða annars staðar, en svona er þetta í Bretlandi. Meðal fjölmargra breytinga sem Tony Blair hefur nú gert á ríkisstjórn sinni, vekur mesta athygli að Jack Straw er ekki lengur utanríkisráðherra heldur er sá mikli málaflokkur nú í höndum Margrétar Beckett, sem hefur setið óslitið í ríkisstjórninni frá 1997 og gegnt þar ýmsum embættum. Hún á langan stjórnmálaferil að baki og var meira að segja samstarfsmaður Harolds Wilson á sínum tíma. Hún var talin mjög vinstrisinnuð á sínum tíma, þótt það hafi kannski elst af henni með árunum. Nú verður það hlutverk hennar að vera í forystu fyrir Breta á alþjóðavettvangi. Hún er fyrsta konan til að gegna þessu veigamikla embætti í Bretlandi, og prófraun hennar verður líklega í dag í New York, þegar hún hittir aðra stórveldautanríkisráðherra á fundi þar um Írans-málið. Það var einmitt það mál sem þeir Tony Blair og Jack Straw voru ekki alveg sammála um. Það er ljóst af skipan hinnar nýju stjórnar í Bretlandi, að ekki hefur verið hlaðið undir stuðningsmenn Gordons Brown fjármálaráherra, þess manns sem almennt hefur verið talið að muni taka við af Blair. Sagt er að forsætisráðherrann hafi ekki ráðfært sig mikið við Brown um þær breytingar á ríkisstjórninni sem gerðar voru á föstudagsmorguninn. Hann hafi þvert á móti leitt fram hugsanlega keppinauta hans sem leiðtoga eins og Alan Johnson sem nú verður menntamálaráðherra, en það embætti er jafnan í hávegum í Bretlandi. Fyrir utan nýjan utanríkisráðherra, var það einkum innkoma Charles Clark innanríkisráðherra sem vakti mikla athygli við ráðherrabreytingarnar. Hann hefur sætt miklu ámæli vegna erlendra fanga þar í landi og átti kost á tveimur öðrum ráðherraembættum, en hann sat við sinn keip og sagði að fyrst forsætisráðherrann treysti honum ekki fyrir innanríkisráðuneytinu, færi hann ekki að taka við öðrum ráðherrastöðum. Hann er líka einn af fáum ráðherrum, fyrrverandi og verðandi, sem hafa yfirhöfuð tjáð sig um þessar miklu breytingar á bresku stjórninni, ólíkt því sem gerist í mörgum öðrum löndum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun