Ekki alveg sú fegursta 10. maí 2006 00:01 Ein af skemmtilegri þjóðsögum Íslendinga er sú að oft sé kaldara í útlöndum en á Íslandi hvað sem hitamælar segja. Varla hefur hún orðið til vegna lognsins eða þurrveðursins á Íslandi. Líklegra er að Íslendingum finnist kaldara í tíu stiga hita í borg þar sem þeir þramma um klukkutímum saman en á Íslandi þar sem þeir hlaupa á innan við mínútu úr bíl í búð. Að halda þessum tíma sem stystum virðist líka hafa verið helsta markmið skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugina en í mörgum af betri borgum heimsins var stefnunni í þessum efnum snúið við fyrir þrjátíu til fjörutíu árum síðan. Annars staðar hefur hún verið lífseigari, sérstaklega í bandarískum útborgum. Höfuðborgarsvæðið okkar minnir líka miklu meira á samvaxna smábæi í Bandaríkjunum en á evrópska borg. Aðstæður eru auðvitað óvanalegar á Íslandi því hér er kaldara en víðast á byggðu bóli og því eðlilegt að menn fari aðrar leiðir í skipulagsmálum en gert er þar sem útivist er aldrei nema notaleg. Það er hins vegar með mestu ólíkindum að skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins hafi aldrei fyrr verið umtalsvert umræðuefni, hvað þá átakaefni, í stjórnmálum. Ekkert málefni á sveitarstjórnarstigi skiptir meira máli. Mistök á því sviði eyðileggja borgir og gera þær óspennandi, óþægilegar, ljótar, óyndislegar og jafnvel mannfjandsamlegar. Geta menn mótmælt því að einhver þessara orða lýsi stórum hlutum höfuðborgarsvæðisins? Fyrir fáum dögum lést kona sem þrátt fyrir litla menntun og engin próf í skipulagsmálum hafði meiri áhrif á hugsun manna um skipulag borga en flestir aðrir menn. Hún lék á sínum tíma lykilhlutverk í því að bjarga einum skemmtilegasta hluta New York frá skipulagsslysi af skyldum toga og reykvíska Hringbrautarævintýrið. Síðar gerði hún það sama fyrir Toronto en hún flutti til Kanada vegna andstöðu við stríð Bandaríkjanna í Víetnam. Financial Times birti tvær greinar um hana látna. Jane Jacobs hét konan. Á meðal áhrifamikilla hugmynda hennar var sú að skipulag ætti ekki að snúast um bílaumferð, heldur um fólk. Þetta hljómar eins og sjálfsögð sannindi, og eru það víðast í samtímanum, en greinilega ekki í Vatnsmýrinni. Önnur var sú að gangstéttir skyldu vera breiðar, götur stuttar, verslanir margar og litlar, götuhorn mörg og trjágróður sem mestur. Jane Jacobs fylgdist einfaldlega með því hvað virkaði vel og hvað illa og komst að því að flestar skipulagshugmyndir tuttugustu aldarinnar væru vondar og margar afleitar. Er til mikið af fólki sem líður betur á þessum reykvísku umferðareyjum en í gömlum evrópskum borgum? Líklega ekki. Nú er það auðvitað svo að það er kalt á Íslandi og bílar því meira notaðir, allar byggingar eru nýjar og lausar við sjarma fyrri alda og litlar verslanir lifa sjaldan af samkeppni við stærri búðir og verslunarmiðstöðvar. Að auki getum við ekki fylgt ráðum Jacobs sem vildi láta borgir í friði, höfuðborgin vex of mikið til þess. Það er því ekki einfalt að snúa þessu við. Fyrst þarf að viðurkenna stærð vandans. Sjálfum verður mér hugsað til samtals að kvöldi ráðstefnudags fyrir nokkrum árum. Þarna voru sjö eða átta norrænir kollegar mínir og við ræddum um borgir í Asíu og Evrópu. Einn þeirra sagði að Reykjavík væri ljótasta borg Norðurlanda. Hinir tóku undir þetta hver af öðrum. Aðeins einn maður hreyfði mótmælum, Norðmaður sem sagði að tiltekin iðnaðarborg í Finnlandi væri enn ljótari. Rökin voru þau sömu hjá öllum, landið væri fagurt og frítt en að annað eins samsafn af skipulagsslysum í kringum dekur við bíla væri vandfundið í Evrópu. Þessir menn voru ekki sérfræðingar í skipulagsmálum, aðeins víðförulir menn sem höfðu eins og Jane Jacobs, en auðvitað af minni andagift, leitt hugann að því hvað gerir borgir notalegar og mennskar og hvað gerir þær óyndislegar og ljótar. Nú eru Íslendingar orðnir vanir mörgum erlendum borgum, þekkja þær, kunna að meta þær og vita af hverju þær eru svona yndislegar. Kannski þessi ótrúlegu hervirki í Vatnsmýrinni verði eins og ein risastór vekjaraklukka og komi af stað umræðu sem mikill fjöldi fólks hefur núorðið næga þekkingu, meðvitað eða ómeðvitað, til að þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Ein af skemmtilegri þjóðsögum Íslendinga er sú að oft sé kaldara í útlöndum en á Íslandi hvað sem hitamælar segja. Varla hefur hún orðið til vegna lognsins eða þurrveðursins á Íslandi. Líklegra er að Íslendingum finnist kaldara í tíu stiga hita í borg þar sem þeir þramma um klukkutímum saman en á Íslandi þar sem þeir hlaupa á innan við mínútu úr bíl í búð. Að halda þessum tíma sem stystum virðist líka hafa verið helsta markmið skipulagsmála á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugina en í mörgum af betri borgum heimsins var stefnunni í þessum efnum snúið við fyrir þrjátíu til fjörutíu árum síðan. Annars staðar hefur hún verið lífseigari, sérstaklega í bandarískum útborgum. Höfuðborgarsvæðið okkar minnir líka miklu meira á samvaxna smábæi í Bandaríkjunum en á evrópska borg. Aðstæður eru auðvitað óvanalegar á Íslandi því hér er kaldara en víðast á byggðu bóli og því eðlilegt að menn fari aðrar leiðir í skipulagsmálum en gert er þar sem útivist er aldrei nema notaleg. Það er hins vegar með mestu ólíkindum að skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins hafi aldrei fyrr verið umtalsvert umræðuefni, hvað þá átakaefni, í stjórnmálum. Ekkert málefni á sveitarstjórnarstigi skiptir meira máli. Mistök á því sviði eyðileggja borgir og gera þær óspennandi, óþægilegar, ljótar, óyndislegar og jafnvel mannfjandsamlegar. Geta menn mótmælt því að einhver þessara orða lýsi stórum hlutum höfuðborgarsvæðisins? Fyrir fáum dögum lést kona sem þrátt fyrir litla menntun og engin próf í skipulagsmálum hafði meiri áhrif á hugsun manna um skipulag borga en flestir aðrir menn. Hún lék á sínum tíma lykilhlutverk í því að bjarga einum skemmtilegasta hluta New York frá skipulagsslysi af skyldum toga og reykvíska Hringbrautarævintýrið. Síðar gerði hún það sama fyrir Toronto en hún flutti til Kanada vegna andstöðu við stríð Bandaríkjanna í Víetnam. Financial Times birti tvær greinar um hana látna. Jane Jacobs hét konan. Á meðal áhrifamikilla hugmynda hennar var sú að skipulag ætti ekki að snúast um bílaumferð, heldur um fólk. Þetta hljómar eins og sjálfsögð sannindi, og eru það víðast í samtímanum, en greinilega ekki í Vatnsmýrinni. Önnur var sú að gangstéttir skyldu vera breiðar, götur stuttar, verslanir margar og litlar, götuhorn mörg og trjágróður sem mestur. Jane Jacobs fylgdist einfaldlega með því hvað virkaði vel og hvað illa og komst að því að flestar skipulagshugmyndir tuttugustu aldarinnar væru vondar og margar afleitar. Er til mikið af fólki sem líður betur á þessum reykvísku umferðareyjum en í gömlum evrópskum borgum? Líklega ekki. Nú er það auðvitað svo að það er kalt á Íslandi og bílar því meira notaðir, allar byggingar eru nýjar og lausar við sjarma fyrri alda og litlar verslanir lifa sjaldan af samkeppni við stærri búðir og verslunarmiðstöðvar. Að auki getum við ekki fylgt ráðum Jacobs sem vildi láta borgir í friði, höfuðborgin vex of mikið til þess. Það er því ekki einfalt að snúa þessu við. Fyrst þarf að viðurkenna stærð vandans. Sjálfum verður mér hugsað til samtals að kvöldi ráðstefnudags fyrir nokkrum árum. Þarna voru sjö eða átta norrænir kollegar mínir og við ræddum um borgir í Asíu og Evrópu. Einn þeirra sagði að Reykjavík væri ljótasta borg Norðurlanda. Hinir tóku undir þetta hver af öðrum. Aðeins einn maður hreyfði mótmælum, Norðmaður sem sagði að tiltekin iðnaðarborg í Finnlandi væri enn ljótari. Rökin voru þau sömu hjá öllum, landið væri fagurt og frítt en að annað eins samsafn af skipulagsslysum í kringum dekur við bíla væri vandfundið í Evrópu. Þessir menn voru ekki sérfræðingar í skipulagsmálum, aðeins víðförulir menn sem höfðu eins og Jane Jacobs, en auðvitað af minni andagift, leitt hugann að því hvað gerir borgir notalegar og mennskar og hvað gerir þær óyndislegar og ljótar. Nú eru Íslendingar orðnir vanir mörgum erlendum borgum, þekkja þær, kunna að meta þær og vita af hverju þær eru svona yndislegar. Kannski þessi ótrúlegu hervirki í Vatnsmýrinni verði eins og ein risastór vekjaraklukka og komi af stað umræðu sem mikill fjöldi fólks hefur núorðið næga þekkingu, meðvitað eða ómeðvitað, til að þátt í.