Þeim var ég verst, er ég unni mest 13. maí 2006 00:01 Fjölmiðlarnir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálaumræðunni. Hvar værum við án þeirra? Og mikið er það nú gott og blessað að vera laus við hin pólitísku málgögn, sem tíðkuðust hér áður fyrr. Farið hefur fé betra. Fréttir eru allajafna fluttar af hlutleysi og málefnum líðandi stundar gerð skil með óháðum og faglegum hætti. Á þessu er þó ein einkennileg undantekning þegar kemur að flokkspólitískri hollustu. Morgunblaðið hefur eins og fleiri, tíundað ágætlega, þann ójöfnuð sem óðfluga er að myndast hér á landi. Blaðið hefur ennfremur gert þeim vansa skil, sem nú blasir við varðandi kjör eldri borgara, skýrt frá hættunni sem stafar af áhrifum auðmagnsins á stjórnmálin, auðsöfnun fárra, sem stefnir samkeppni á markaðnum í hættu, svo ekki sé talað um þá þjóðarskömm að fólk í fullu starfi, reynist hafa laun, sem ekki duga fyrir nauðþurftum. Morgunblaðið hefur sýnt samúð og stuðning með þeim sem halloka fara í þessari þróun þjóðfélagsins. Hafi það þökk fyrir. En á sama tíma og þessi ágæti málflutningur á sér stað í blaðinu og bergmálar þannig hug meirihluta þjóðarinnar, ræður sú þverstæðufulla ritstjórnarstefna í leiðurum, staksteinum og Reykjavíkurbréfum að tala niður til þeirra samtaka, sem kenna sig við félagslegt réttlæti, s.s. verkalýðshreyfingar og Samfylkingar, fyrir aðgerðaleysi og viljaleysi til að taka á þeim málum sem heitast brenna. Blaðið bendir t.d. á að verið sé að múlbinda lýðræðið á klafa sérhagsmuna, en heldur því fram í leiðinni að "hjá stjórnmálahreyfingunni, sem telur sig hina einu sönnu jafnaðarmannahreyfingu á Íslandi, (les: Samfylkingin) ríki alger þögn". Rétt eins og þetta sé allt Samfylkingunni að kenna! Blaðið leggur sig síðan stöðugt fram um að gera lítið úr formanni jafnaðarmanna, Ingibjörgu Sólrúnu, bæði í leiðurum og staksteinum og nú í seinni tíð er spjótunum beint að Degi Eggertsssyni, sem þykir, að mati Morgunblaðsins, heldur duglítill og sviplaus frambjóðandi. Það er sem sagt verið að leggja þá í einelti, sem eru málsvarar þeirrar stefnu, sem blaðið þykist fylgja. Hvað sagði ekki Guðrún Ósvífursdóttir: þeim var ég verst, er ég unni mest. Það er í fyrsta lagi algjörlega rangt að jafnaðarmenn á Íslandi hafi ekki hreyft við né talað um misréttið og auðsöfnunina. Það er rangt að Samfylkingin hafi ekki gert málstað eldri borgara að sínum og það eru ýkt ósannindi, að jafnaðarmannahreyfingin á Íslandi hafi ekki tekið undir þá gagnrýni, sem beinist að velferðarmálum lítilmagnanna. Nær væri að Morgunblaðið segði lesendum sínum frá þeirri pólitísku staðreynd að þetta órettlæti, þessi öfugþróun í íslensku samfélagi, er orsök og afleiðing af meðvitaðri stjórnmálastefnu Sjálfstæðisflokksins, sem í krafti langrar valdastjórnar, ber ábyrgð á ójöfnuðinum, láglaununum og ofurvaldi peningaaflanna. Hversvegna er það ekki gert? Pólitísk umræða er nauðsynleg og æskileg en getum við ekki hafið okkur yfir þá lágkúru að gera lítið úr einstaklingum eða manneskjum, sem okkur fellur ekki við? Ég vek athygli á því að Morgunblaðið er eini fjölmiðillinn sem temur sér þennan málflutning. Hvað hafa Ingibjörg Sólrún eða Dagur gert annað af sér heldur en það eitt, að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn og hagsmunaöflin, valdaklíkurnar á bak við hann, þau völd, sem þetta blessað fólk telur sig eiga. Hversvegna leggur Morgunblaðið sig í líma við að afbaka og snúa út úr þeirri staðreynd að Ingibjörg, Dagur og aðrir úr þeirra röðum, fylgja af sannfæringu þeirri pólitísku skoðun að samfélagsleg ábyrgð, jöfnuður og mannréttindi séu í heiðri höfð. Og meina það. Rétt eins og Morgunblaðið segist fylgja í orði kveðnu. Íslenskt samfélag þarf á slíku fólki að halda. Það er ekki sjálfgefið nú á tímum að eiga fólk, sem nennir og þorir að bjóða valdinu birginn. Ég beini þessum pistli mínum ekki til Morgunblaðsins. Það verður að eiga við sína flokkspólitísku fylgispekt. En ég beini þessum orðum mínum til almennings, til lesenda minna, til allra þeirra sem hugsa eins og ég, sem sagt fólksins í landinu, sem býr við þá ríkisstjórn, sem nú situr og ræður; kjósenda sem þekkja þann volduga flokk, Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur deilt og drottnað lengur en elstu menn muna. Það er flokkurinn sem ber ábyrgð á þeim ójöfnuði sem hér ríkir og Morgunblaðið styður. Viljum við að einn flokkur, ein hugsun, ein valdaklíka og nytsamir sakleysingar þeirra, ráði hér öllu? Er ekki kominn tími til að hafna því misrétti, þeirri stefnu, sem boðar lögmál frumskógarins, grímulausa markaðshyggju og misskiptingu í þjóðfélaginu? Er ekki kominn tími á það að íslenskir jafnaðarmenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi heim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun
Fjölmiðlarnir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálaumræðunni. Hvar værum við án þeirra? Og mikið er það nú gott og blessað að vera laus við hin pólitísku málgögn, sem tíðkuðust hér áður fyrr. Farið hefur fé betra. Fréttir eru allajafna fluttar af hlutleysi og málefnum líðandi stundar gerð skil með óháðum og faglegum hætti. Á þessu er þó ein einkennileg undantekning þegar kemur að flokkspólitískri hollustu. Morgunblaðið hefur eins og fleiri, tíundað ágætlega, þann ójöfnuð sem óðfluga er að myndast hér á landi. Blaðið hefur ennfremur gert þeim vansa skil, sem nú blasir við varðandi kjör eldri borgara, skýrt frá hættunni sem stafar af áhrifum auðmagnsins á stjórnmálin, auðsöfnun fárra, sem stefnir samkeppni á markaðnum í hættu, svo ekki sé talað um þá þjóðarskömm að fólk í fullu starfi, reynist hafa laun, sem ekki duga fyrir nauðþurftum. Morgunblaðið hefur sýnt samúð og stuðning með þeim sem halloka fara í þessari þróun þjóðfélagsins. Hafi það þökk fyrir. En á sama tíma og þessi ágæti málflutningur á sér stað í blaðinu og bergmálar þannig hug meirihluta þjóðarinnar, ræður sú þverstæðufulla ritstjórnarstefna í leiðurum, staksteinum og Reykjavíkurbréfum að tala niður til þeirra samtaka, sem kenna sig við félagslegt réttlæti, s.s. verkalýðshreyfingar og Samfylkingar, fyrir aðgerðaleysi og viljaleysi til að taka á þeim málum sem heitast brenna. Blaðið bendir t.d. á að verið sé að múlbinda lýðræðið á klafa sérhagsmuna, en heldur því fram í leiðinni að "hjá stjórnmálahreyfingunni, sem telur sig hina einu sönnu jafnaðarmannahreyfingu á Íslandi, (les: Samfylkingin) ríki alger þögn". Rétt eins og þetta sé allt Samfylkingunni að kenna! Blaðið leggur sig síðan stöðugt fram um að gera lítið úr formanni jafnaðarmanna, Ingibjörgu Sólrúnu, bæði í leiðurum og staksteinum og nú í seinni tíð er spjótunum beint að Degi Eggertsssyni, sem þykir, að mati Morgunblaðsins, heldur duglítill og sviplaus frambjóðandi. Það er sem sagt verið að leggja þá í einelti, sem eru málsvarar þeirrar stefnu, sem blaðið þykist fylgja. Hvað sagði ekki Guðrún Ósvífursdóttir: þeim var ég verst, er ég unni mest. Það er í fyrsta lagi algjörlega rangt að jafnaðarmenn á Íslandi hafi ekki hreyft við né talað um misréttið og auðsöfnunina. Það er rangt að Samfylkingin hafi ekki gert málstað eldri borgara að sínum og það eru ýkt ósannindi, að jafnaðarmannahreyfingin á Íslandi hafi ekki tekið undir þá gagnrýni, sem beinist að velferðarmálum lítilmagnanna. Nær væri að Morgunblaðið segði lesendum sínum frá þeirri pólitísku staðreynd að þetta órettlæti, þessi öfugþróun í íslensku samfélagi, er orsök og afleiðing af meðvitaðri stjórnmálastefnu Sjálfstæðisflokksins, sem í krafti langrar valdastjórnar, ber ábyrgð á ójöfnuðinum, láglaununum og ofurvaldi peningaaflanna. Hversvegna er það ekki gert? Pólitísk umræða er nauðsynleg og æskileg en getum við ekki hafið okkur yfir þá lágkúru að gera lítið úr einstaklingum eða manneskjum, sem okkur fellur ekki við? Ég vek athygli á því að Morgunblaðið er eini fjölmiðillinn sem temur sér þennan málflutning. Hvað hafa Ingibjörg Sólrún eða Dagur gert annað af sér heldur en það eitt, að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn og hagsmunaöflin, valdaklíkurnar á bak við hann, þau völd, sem þetta blessað fólk telur sig eiga. Hversvegna leggur Morgunblaðið sig í líma við að afbaka og snúa út úr þeirri staðreynd að Ingibjörg, Dagur og aðrir úr þeirra röðum, fylgja af sannfæringu þeirri pólitísku skoðun að samfélagsleg ábyrgð, jöfnuður og mannréttindi séu í heiðri höfð. Og meina það. Rétt eins og Morgunblaðið segist fylgja í orði kveðnu. Íslenskt samfélag þarf á slíku fólki að halda. Það er ekki sjálfgefið nú á tímum að eiga fólk, sem nennir og þorir að bjóða valdinu birginn. Ég beini þessum pistli mínum ekki til Morgunblaðsins. Það verður að eiga við sína flokkspólitísku fylgispekt. En ég beini þessum orðum mínum til almennings, til lesenda minna, til allra þeirra sem hugsa eins og ég, sem sagt fólksins í landinu, sem býr við þá ríkisstjórn, sem nú situr og ræður; kjósenda sem þekkja þann volduga flokk, Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur deilt og drottnað lengur en elstu menn muna. Það er flokkurinn sem ber ábyrgð á þeim ójöfnuði sem hér ríkir og Morgunblaðið styður. Viljum við að einn flokkur, ein hugsun, ein valdaklíka og nytsamir sakleysingar þeirra, ráði hér öllu? Er ekki kominn tími til að hafna því misrétti, þeirri stefnu, sem boðar lögmál frumskógarins, grímulausa markaðshyggju og misskiptingu í þjóðfélaginu? Er ekki kominn tími á það að íslenskir jafnaðarmenn, hvar í flokki sem þeir standa, komi heim?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun