Engir hveitibrauðsdagar 16. júní 2006 00:01 Á sama tíma og uppstokkuð ríkisstjórn tekur við standa á henni mörg spjót. Brýnast og mikilvægast er að hún komi að kjarasamningum í þeim tilgangi að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Geir Haarde fær því enga hveitibrauðsdaga á stóli forsætisráðherra. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að lausn kjarasamninga er engan veginn einfalt úrlausnarefni. Grundvallarvandinn hefur verið fólginn í of mikilli neyslu og skuldasöfnun. Með nokkrum sanni má segja að ríkisstjórnin hafi verið of svifasein að taka á þeim vanda. Seðlabankinn hefur einn og óstuddur hamlað gegn vaxandi verðbólgu með aðgerðum á peningamarkaði. Hans eina ráð er hækkun vaxta. Þær ráðstafanir hafa hins vegar mjög takmörkuð áhrif ef ekki er á sama tíma gripið til mjög harðra aðhaldsaðgerða á öðrum sviðum í búskap þjóðarinnar. Sú krafa hefur því staðið um nokkurn tíma að ríkisstjórnin beitti sér markvisst fyrir ráðstöfunum er miðuðu að því að draga úr þenslu. Rétt er að tekjuafgangur ríkissjóðs er hlutfallslega meiri en meðal samkeppnisþjóðanna. En í samanburði við viðskiptahallann er hann hins vegar fjarri því að vera nægur. Á þessum vettvangi hefur verið á það bent að brýnt væri að frysta afganginn af símapeningunum. En það þarf mun meira til ef jafnvægi á að nást. Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að senda mjög skýr skilaboð um aðgerðir í þessa veru ætli menn sér í alvöru að ná jafnvægi á ný. Jafnvægisstefnan byrjaði að fara úr skorðum fyrir níu árum. Nú er tækifæri til þess að leggja skýrar línur á ný. Sá ískaldi veruleiki blasir við að stöðva verður vöxt samneyslunnar með öllu. Skilaboð þar um verða að koma án tafar frá ríkisstjórninni. Gerist það ekki á næstu dögum er hætt við að markaðurinn missi trú á að ríkisstjórnin ætli að gera það sem þarf. Þá fer hver að tryggja sína stöðu í verðbólgukapphlaupinu á fjármálamarkaði jafnt sem launamarkaði. Þá atburðarás þarf að stöðva. Allar aðgerðir í skattamálum verða að vera í samræmi við þetta markmið. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um nýtt álagningarskattþrep í tekjuskattskerfið. Núverandi tekjuskattskerfi var unnið í náinni samvinnu við verklýðshreyfinguna árið 1986. Í því hefur hver skattgreiðandi sitt skatthlutfall. Það væri afar óskynsamlegt að eyðileggja þennan grundvöll skattkerfisins nú svo ekki sé meira sagt. Hitt er annað að verkalýðshreyfingin getur með nokkrum rétti gagnrýnt hvernig skattleysismörkin hafa þokast til í gegnum tíðina. Það er frávik frá þeirri grundvallarreglu sem sátt varð um 1986. Það væri farsælla og meira í samræmi við upphaflegt samkomulag við verkalýðshreyfinguna að hækka nú skattleysismörkin. Geti ríkisstjórnin ekki skorið niður útgjöld til þess að mæta aðgerðum af þessu tagi á hún ekki annan kost en að fresta áformaðri lækkun skatthlutfallsins. Það er að vísu ekki góður kostur. Hinn kosturinn er þó miklu verri að geta ekki komið til móts við verkalýðshreyfinguna og senda ekki tafarlaust skilaboð um aðgerðir til þess að draga úr neyslu. Þetta eru vitaskuld engin óskaverkefni fyrir nýjan forsætisráðherra. En í ljósi allra aðstæðna er auðveldara að rökstyðja ráðstafanir af þessu tagi en láta vaða á súðum. Að sönnu er skiljanlegt að menn vilji standa fast við gefin loforð. En stjórnarflokkarnir lofuðu líka stöðugleika. Farsælla er að hengja sig á það loforð. Við ríkjandi aðstæður væri tilraun til að efna hvort tveggja í einu að berja höfðinu við steininn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Á sama tíma og uppstokkuð ríkisstjórn tekur við standa á henni mörg spjót. Brýnast og mikilvægast er að hún komi að kjarasamningum í þeim tilgangi að tryggja stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Geir Haarde fær því enga hveitibrauðsdaga á stóli forsætisráðherra. Aðkoma ríkisstjórnarinnar að lausn kjarasamninga er engan veginn einfalt úrlausnarefni. Grundvallarvandinn hefur verið fólginn í of mikilli neyslu og skuldasöfnun. Með nokkrum sanni má segja að ríkisstjórnin hafi verið of svifasein að taka á þeim vanda. Seðlabankinn hefur einn og óstuddur hamlað gegn vaxandi verðbólgu með aðgerðum á peningamarkaði. Hans eina ráð er hækkun vaxta. Þær ráðstafanir hafa hins vegar mjög takmörkuð áhrif ef ekki er á sama tíma gripið til mjög harðra aðhaldsaðgerða á öðrum sviðum í búskap þjóðarinnar. Sú krafa hefur því staðið um nokkurn tíma að ríkisstjórnin beitti sér markvisst fyrir ráðstöfunum er miðuðu að því að draga úr þenslu. Rétt er að tekjuafgangur ríkissjóðs er hlutfallslega meiri en meðal samkeppnisþjóðanna. En í samanburði við viðskiptahallann er hann hins vegar fjarri því að vera nægur. Á þessum vettvangi hefur verið á það bent að brýnt væri að frysta afganginn af símapeningunum. En það þarf mun meira til ef jafnvægi á að nást. Ríkisstjórnin þarf einfaldlega að senda mjög skýr skilaboð um aðgerðir í þessa veru ætli menn sér í alvöru að ná jafnvægi á ný. Jafnvægisstefnan byrjaði að fara úr skorðum fyrir níu árum. Nú er tækifæri til þess að leggja skýrar línur á ný. Sá ískaldi veruleiki blasir við að stöðva verður vöxt samneyslunnar með öllu. Skilaboð þar um verða að koma án tafar frá ríkisstjórninni. Gerist það ekki á næstu dögum er hætt við að markaðurinn missi trú á að ríkisstjórnin ætli að gera það sem þarf. Þá fer hver að tryggja sína stöðu í verðbólgukapphlaupinu á fjármálamarkaði jafnt sem launamarkaði. Þá atburðarás þarf að stöðva. Allar aðgerðir í skattamálum verða að vera í samræmi við þetta markmið. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um nýtt álagningarskattþrep í tekjuskattskerfið. Núverandi tekjuskattskerfi var unnið í náinni samvinnu við verklýðshreyfinguna árið 1986. Í því hefur hver skattgreiðandi sitt skatthlutfall. Það væri afar óskynsamlegt að eyðileggja þennan grundvöll skattkerfisins nú svo ekki sé meira sagt. Hitt er annað að verkalýðshreyfingin getur með nokkrum rétti gagnrýnt hvernig skattleysismörkin hafa þokast til í gegnum tíðina. Það er frávik frá þeirri grundvallarreglu sem sátt varð um 1986. Það væri farsælla og meira í samræmi við upphaflegt samkomulag við verkalýðshreyfinguna að hækka nú skattleysismörkin. Geti ríkisstjórnin ekki skorið niður útgjöld til þess að mæta aðgerðum af þessu tagi á hún ekki annan kost en að fresta áformaðri lækkun skatthlutfallsins. Það er að vísu ekki góður kostur. Hinn kosturinn er þó miklu verri að geta ekki komið til móts við verkalýðshreyfinguna og senda ekki tafarlaust skilaboð um aðgerðir til þess að draga úr neyslu. Þetta eru vitaskuld engin óskaverkefni fyrir nýjan forsætisráðherra. En í ljósi allra aðstæðna er auðveldara að rökstyðja ráðstafanir af þessu tagi en láta vaða á súðum. Að sönnu er skiljanlegt að menn vilji standa fast við gefin loforð. En stjórnarflokkarnir lofuðu líka stöðugleika. Farsælla er að hengja sig á það loforð. Við ríkjandi aðstæður væri tilraun til að efna hvort tveggja í einu að berja höfðinu við steininn.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun