Fjölskyldan stolt af Magna 8. júlí 2006 00:01 Magni Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi. Rock Star Supernova Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi.
Rock Star Supernova Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira