Fjölskyldan stolt af Magna 8. júlí 2006 00:01 Magni Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi. Rock Star Supernova Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Ég er auðvitað ótrúlega stolt af honum, segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unnusta Magna Ásgeirssonar, sem er kominn áfram í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Hann stóð sig náttúrlega eins og hetja. Það er áreiðanlega ekki auðvelt að standa fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda og syngja. Þar að auki er hann eini Íslendingurinn og eini Evrópubúinn svo það hlýtur að vera svolítið erfitt að falla inn í hópinn. Ég held að hann hafi bara leyst þetta mjög vel af hendi. Eyrún Huld hefur ekkert heyrt í Magna síðan daginn fyrir fyrstu útsendingu. Þá var hann bara hress, segir Eyrún sem á von á að heyra í Magna í dag. Eyrún Huld er nú stödd hjá foreldrum sínum á Egilsstöðum þar sem hún hefur fylgst með keppninni ásamt Marínó, níu mánaða syni þeirra Magna. Húsið fylltist af vinum og ættingjum á miðvikudaginn og það var mikil spenna. Mikið klappað og mikið stuð, segir Eyrún hlæjandi. Marínó hefur því miður ekki séð pabba sinn í þættinum þar sem hann er sofandi á þeim tíma. Ég hef hins vegar tekið upp þáttinn sem Marínó fær að sjá eftir nokkur ár. Eyrún Huld segist að sjálfsögðu vera farin að sakna Magna. Við erum að deyja úr söknuði en erum samt ekki komin á það stig að vera farin að kjósa einhvern annan til að fá Magna fyrr heim, segir Eyrún sem hefur verið dugleg við að kjósa. Ég veit nú ekki hversu mörg SMS ég sendi en ég vaknaði um nóttina við ótal bíp í símanum þar sem var verið að staðfesta að ég hefði kosið. Annars er líka hægt að kjósa á heimasíðu þáttarins og það kostar ekki neitt. Ég var náttúrlega með menn í því á miðvikudaginn, segir Eyrún Huld sem stendur eins og klettur við bakið á Magna rokkstjörnu. Jóhanna Borgfjörð, móðir Magna, er einnig stolt af stráknum sínum. Vissulega er ég stolt. Þú getur rétt ímyndað þér, sagði Jóhanna þegar Fréttablaðið hafði samband við hana í gær. Jóhanna átti eflaust eftir að gleðjast enn frekar seinna um kvöldið því þegar Fréttablaðið ræddi við hana hafði hún ekki hugmynd um að Magni væri kominn áfram. Jóhanna býr á Borgarfirði eystra en var fyrir sunnan þegar Magni fór í prufu fyrir þáttinn. Hann fór í prufuna í einhverju bríaríi en þá hugsaði ég ekkert lengra en það, segir Jóhanna sem fylgist spennt með syninum slá í gegn í bandarísku raunveruleikasjónvarpi.
Rock Star Supernova Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp