Yfirheyrslur og rannsókn standa enn yfir hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans en gæsluvarðhald yfir tveimur, sem grunaðir eru um fjár- og bótasvik hjá Tryggingastofnun, rennur út síðdegis á morgun.
"Markmið rannsóknarinnar nú er að reyna að draga allt fram í málinu sem máli skiptir og þarf að liggja fyrir," segir Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Hann kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort sótt verði um framlengingu á gæsluvarðhaldi á morgun.