Bandaríska þingið á leik 14. júlí 2006 07:15 Trufluðu fund þingnefndar Lögreglumenn spjalla við tvær konur sem mættu á fund dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á þriðjudag og drógu þar mótmælaspjöld upp úr pússi sínu. MYND/AP Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst. Erlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Bandaríska þingið á næsta skrefið í því að ákveða örlög fanganna í fangelsi bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu. Bandaríkjastjórn fór í vikunni fram á það að þingið samþykkti lög, sem gæfu möguleika á því að mál fanganna kæmu til kasta bandarískra dómara. Málið er þó umdeilt á þinginu og óvíst hver niðurstaðan verður. Sumir repúblikanar eru sammála demókrötum um að betra sé að fela venjulegum herdómstólum að dæma í málum fanganna. Áður höfðu verið skipaðar sérstakar dómnefndir á vegum hersins til þess að fjalla um hvert mál þangað til nú nýverið þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að það fyrirkomulag stangaðist bæði á við bandarísk lög og Genfarsáttmálana. Bandaríkjastjórn hefur túlkað dóm Hæstaréttar þannig, að hann nái ekki eingöngu til réttarhaldanna yfir föngunum heldur til meðferðar þeirra í fangelsinu líka. Þannig staðfesti talsmaður Bandaríkjastjórnar það á þriðjudag að fangarnir á Kúbu fengju öll réttindi sem Genfarsáttmálarnir veita. Þetta er veruleg stefnubreyting af hálfu Bandaríkjastjórnar, vegna þess að hún hefur staðið á því fastara en fótunum að fangarnir á Kúbu geti ekki talist hermenn í formlegum skilningi þess orðs, og eigi því ekki að neinu leyti að njóta réttarstöðu hermanna. Gordon England, sem er einn af aðstoðarvarnarmálaráðherrum Bandaríkjanna, sendi einnig í vikunni frá sér minnisblað þar sem hann tekur af allan vafa um það að bandaríska hernum beri að umgangast fangana eins og stríðsfanga, sem þýðir að óheimilt er að beita þá hvers konar auðmýkjandi meðferð. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði í gær þessari ákvörðun Bandaríkjastjórnar að veita föngunum á Kúbu réttarstöðu stríðsfanga samkvæmt Genfarsáttmálunum. George W. Bush Bandaríkjaforseti er nú staddur í Þýskalandi, þar sem hann er í heimsókn hjá Angelu Merkel kanslara. Hún hefur hvatt Bush til þess að loka fangabúðunum við Guantanamo sem fyrst.
Erlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent