Viðbrögð við ákvörðun Guðna 15. júlí 2006 06:00 Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira